Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 51

Skírnir - 01.01.1898, Page 51
Rúsland. 51 an stjórnmálamann, að hann vonaðist til að lifa það að sjá Norðurálfu- ríkin fara að hafa samtök til að draga úr herbúnaði sínum; kvað hann tengdason sinn, keisarann af Rúslandi, og góðvin sinn keisarann af Austur- ríki fúsa til að gangast fyrir þessu máli og styðja það. —í Apríl-heftinu af Beview of Reviews 1894 skýrði Stead ritstjóri frá því, að sér væri það kunnugt af áreiðanlegri einka-heimild, að Rúsakeisari legði alian hug á að rannsaka, hvort ekkert yrði til þess gert að létta herbúnaðar-byrð- inni af þjóðunum. Siðan hélt hann áfram í tímariti sínu að ala á þessu máli; hann talaði við þjóðhöfðingja; hann skrifaði þeim um málið og fékk leyfi til að birta svör þeirra. — 1891 hafði Salisbury lávarður látið semja reikning yfir það, hve miklu varið væri til herkostnaðar í Evrópu. Kom það í ljós, að árin 1883—88 höfðu Erakkiand, Þýzkaland, Austurríki- -TJugarn, Bretland, Rúsland, Spánn og Ítalía varið í bein gjöld í þessu skyni 17,058,884,436 krónum (yfir 17 þúsundum milíona). Yilhjálmur Þjóðverjakeisari fékk hjá Salisbury eftirrit af öllum þessum skýrslum, og fanst honum svo mikið til um, að hann fór að leita hófanna hjá stjórnum helztu landa i Európu, hvernig þær mundu taka í tillögu um að koma á alþjóðafundi til að reyna að draga úr herkostnaði þjóðanna. Þetta strand- aði þá á Frakklandi, sem kvaðst ekki geta sint neinum slíkum tillögum meðan Elsass og Lothringen væri undir þýzku veldi. Hætti Vilhjálmur þá að halda lengra út í þetta mál. — En Mr. Stead var óþreytandi að ala á þessu máli; hann fékk undirskriftir 35000 merkustu manna af öll- um flokkum á Bretlandi undir bænarskrá til stjórnarinnar um að gera eitthvað í þessu máli; mátti heita að nærri hver maður merkur, tiginn eða mikilsháttar í ríkinu ritaði undir, og fremst stóð nafn Herbert Spen- cer’s. Roseberry var þá stjórnarforseti, og meðan bæriarskráin var á gangi snéri hann sér til Rúsastjórnar og stakk upp á, að Rúsakeisari væri allra þjóðhöfðingja bezt fallinn til að bindast fyrir friðarmálið. Keisari tók því mjög vel, en kvað tímann óhentugan rétt þá (styrjöldin milli Sínverja og Japaninga var þá að brjótast út); en svo dó Alexander keisari III., og varð þá ekki meira úr í það sinn. En nú hefir sonur hans tekið þessa arfleifð að sér að flytja friðar-guðspjallið. Fundurinn varð ekki haldinn á árinu, en það á að halda hann þessa dagana (í Mai 1899) i Haag. Á bréfi, sem Nikulás keisari skrifaði undir árslokin, er það auðsætt, að fyrir honnm vakir sem verkefni fundarins eigi að eins tillögur um tak- markanir á kostnaði til herútbúnaðar, heldur ætlast haun og til, að hug- 4*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.