Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 63

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 63
Frakkland. 63 Nú urðu ráðgjafaskifti á Frakklandi, og varð Cavignao hermála-ráð- gjafi. Það var verið að gera Dreyfus-málið að fyrirBpurnarefni á þingi, og mætti þá Cavignac þar, og las upp skjal, er sanna átti Bekt DreyfuB, og var hann nefndur í þvi með nafni. En rétt á eftir var Cavignac gert aðvart um, að skjalið væri sýnilega og sannanlega falsað; honum varð hvert við, ekki sízt er grunur féll á Henry ofursta, formann njósnarskrif- stofu hermálaráðaneytisins. Cavignac kallaði hann fyrir sig og meðgekk hann þá, að hann hefði falsað skjalið. Hann var aettur í hergæzluvarð- hald, en sama kvöld skar hann sig á háls með rakhnífi. Skömmu áður hafði foringi einn vetið inni hjá honum, og er hann kora út frá honum, beðið varðmenn að lofa honum að vera einum nokkra stund. Er þeir komu inn, fundu þeir hann dauðan liggjandi í blóði BÍnu. Varþaðalmæli, aðfélagarhans hefðu ráðið honum til að drepa sig og að foringinn hefði fært honum hnífinn. * — Henry ofursti var einn af þeim, sem Betið höfðu herdóminn yfir Dreyfus. — Detta leiddi til þess að Cavignac fór frá völdum, en Zurlinden tók við af hon- um. Hershöfðingjarnir Boisdeffre og Pellieux, sem höfðu borið rangan vitnisburð í málinu, urðu „að segja af 8ér“. Esterhazy majór og Du Paty de Clam var báðum vikið frá foringjastöðu i hernum. Piquart er maður nefndur og var ofursti í hernum, og nú í herráð- inu. Hann hafði ið bezta mannorð og var við brugðið fyrir samvizkusemi og svæsna réttlætistilfinning. Hann var auðvitað ekki með í svikráðun- umgegn Dreyfus; en af ýmsu, sem hann varð var við, fór hann að gruna, að ekki væri alt með feldu. Hann átti kost á að sjá ýmis af skjöium málsins, og fékk vissu fyrir, að sum af þeim vóru fölsuð. Hann skýrði yfir- boðurum sinum frá þessu, og hugðist segja þeira nýjung; en þeir brugðu svo við, að þeir sendu hann suður til Afriku í mannháska og óheilnæm- asta loftslag; vildu koma honum svo burt úr París, og reyna ef anðið væri að hann gæti dáið í Afríku, því að hann var heilsugrannur mað- ur fremur. Hann hélt þó áfram að rita heim, og því þótti þurfa til meiri áða að taka. Síðan var hann kærður fyrir að hafa falsað skjöl nokkur, og höfðu þó réttir höfundar skjalanna áður kannast við að hafa sjálfir *) Þaó var almæli i Paiis, að foringi sá, sem færði Henry hniíinn, hafi verið sendur af hershöfðingja-ráðinu (general-staff'). Hann hafði ráðlagt Henry að skera sig, en Henry færst undan. Henry sagðist hafa verið sannfærður um sekt Dreyfus og þvi háið til skjalið til að útvega fulla sönnun, svo að æsingunum um rnálið linti. Hann sagði yflrboðarar sinir i hershöfðingjariðinu hefðu skipað sér að gera þetta. Sendimaður sagði honum, að þeir ætluðu að synja þessa með eiði; þá yrði hann dæmdur, ekkja hans fengi engin eftirlaun, en færi á vonarvöl með börn þeirra; en ef hann dræpi sig áður cn málið væri til dðms tekið, fengi hún full eftirlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.