Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 54

Skírnir - 01.01.1898, Side 54
54 Rúsland. ótæk væri sérstaða og sjálfsforræði Finnlands; Finnar urðu við þetta skelkaðir og sendu í Maí þingnefnd á fund keisara, til að tjá honum, að hann og allir hans fyrirrennarar hefðu hátíðlega heitið að halda stjórnar- skrá Finnlands og unna því fornra landsréttinda og hefði þeir staðfest þetta með inörgum bréfum (manífestum). En keisari synjaði nefndinni við- tals, og í Júlí gerði hann þá skipun, að Finnland skyldi háð póstlögum Eúslands. Hann herti að prentfrelsi Finna og gerði ýmsar þær skipanir eða lög, er gengu í berhögg þvert við stjórnarskrá þeirra. Siðan hefir alt af verið stöðugt ýtt í sömu áttina, smáhallað rétti Finna ýmist um þetta, ýmist um hitt. Svo var það að áliðnu ári að Rúsakeisari sendi út ný lög um her- þjónustu Finna, og jók mjög á þeim útboðsskylduna, en auk þess varþað nýmæli í þeim, að bjóða mætti Finna-her út til herþjónustu í Rúslandi, og senda rúsneska herflokka til herþjónustu í Finnlandi; en þetta var óheyrt áður, því að Finnar höfðu aldrei verið skyldir áður að þjóna í her fyrir utan Finnland. Var þetta hert brot á stjórnarskrá þeirra og forn- um landsi'éttindum. En það eru lög þeirra, að engin nýmæli frá keisara hendi fá lagagildi í Finnlandi, nema ráð þeirra samþykki að birta lögin, en þessi lög vildu þeir ekki birta. Stóð svo í árs lok. Þjóðverjaland. — Það er áður sagt frá viðskiftum Þjóðverja og Sín- verja og þarf ekki að endurtaka það hér. — Gagnvart Bandaríkjunum hefir Þýzkaland komið fram svo óvinveitt, sem frekast gat staðist af þess hendi án fullra friðslita; þannig á Filippus-eyjum og enda víðar. — Auð- vitað sýnist sami kuldinn og kalinn til Breta eiga sér stað enn hjá Þjóð- verjum sem að undanförnu, en þó er ekki við því að dyljast, að saman hefir dregið með stjórnum þeirra rikja að sumu leyti, einkum um Afríku- mál. Svo er mál með vexti, að Portúgalsstjórn er jafnan í fjárþröng, en lánstraustið ekkert á heimsmarkaðinum Portúgal til handa. Nú átti Portú- gal í landaþrætu við Bretland um eignir nokkrar í Afríku, og höfðu báðir málsaðilar lagt ágreining sinn undir gerðardóm. Nú kvisaðist það, að gerðin mundi falla Bretum í vil og Portúgal mundi gert að greiða tals- vert fé í skaðabætur. Portúgal sá fram á, að það gæti ekki groitt féð af hendi, og þegar úrskurður gerðardómsins var upp kveðinn í Október, skaut Portúgal alvarlegum skelk í bringu; Spánn hafði þá mist nýlendur sínar í öðrnm álfum fyrir ekki neitt, en Portúgalsmenn hafa áður verið of stoitir til að vilja selja eínar nýlendur, þótt Bretar hafi boðið að kaupa.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.