Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 54

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 54
54 Rúsland. ótæk væri sérstaða og sjálfsforræði Finnlands; Finnar urðu við þetta skelkaðir og sendu í Maí þingnefnd á fund keisara, til að tjá honum, að hann og allir hans fyrirrennarar hefðu hátíðlega heitið að halda stjórnar- skrá Finnlands og unna því fornra landsréttinda og hefði þeir staðfest þetta með inörgum bréfum (manífestum). En keisari synjaði nefndinni við- tals, og í Júlí gerði hann þá skipun, að Finnland skyldi háð póstlögum Eúslands. Hann herti að prentfrelsi Finna og gerði ýmsar þær skipanir eða lög, er gengu í berhögg þvert við stjórnarskrá þeirra. Siðan hefir alt af verið stöðugt ýtt í sömu áttina, smáhallað rétti Finna ýmist um þetta, ýmist um hitt. Svo var það að áliðnu ári að Rúsakeisari sendi út ný lög um her- þjónustu Finna, og jók mjög á þeim útboðsskylduna, en auk þess varþað nýmæli í þeim, að bjóða mætti Finna-her út til herþjónustu í Rúslandi, og senda rúsneska herflokka til herþjónustu í Finnlandi; en þetta var óheyrt áður, því að Finnar höfðu aldrei verið skyldir áður að þjóna í her fyrir utan Finnland. Var þetta hert brot á stjórnarskrá þeirra og forn- um landsi'éttindum. En það eru lög þeirra, að engin nýmæli frá keisara hendi fá lagagildi í Finnlandi, nema ráð þeirra samþykki að birta lögin, en þessi lög vildu þeir ekki birta. Stóð svo í árs lok. Þjóðverjaland. — Það er áður sagt frá viðskiftum Þjóðverja og Sín- verja og þarf ekki að endurtaka það hér. — Gagnvart Bandaríkjunum hefir Þýzkaland komið fram svo óvinveitt, sem frekast gat staðist af þess hendi án fullra friðslita; þannig á Filippus-eyjum og enda víðar. — Auð- vitað sýnist sami kuldinn og kalinn til Breta eiga sér stað enn hjá Þjóð- verjum sem að undanförnu, en þó er ekki við því að dyljast, að saman hefir dregið með stjórnum þeirra rikja að sumu leyti, einkum um Afríku- mál. Svo er mál með vexti, að Portúgalsstjórn er jafnan í fjárþröng, en lánstraustið ekkert á heimsmarkaðinum Portúgal til handa. Nú átti Portú- gal í landaþrætu við Bretland um eignir nokkrar í Afríku, og höfðu báðir málsaðilar lagt ágreining sinn undir gerðardóm. Nú kvisaðist það, að gerðin mundi falla Bretum í vil og Portúgal mundi gert að greiða tals- vert fé í skaðabætur. Portúgal sá fram á, að það gæti ekki groitt féð af hendi, og þegar úrskurður gerðardómsins var upp kveðinn í Október, skaut Portúgal alvarlegum skelk í bringu; Spánn hafði þá mist nýlendur sínar í öðrnm álfum fyrir ekki neitt, en Portúgalsmenn hafa áður verið of stoitir til að vilja selja eínar nýlendur, þótt Bretar hafi boðið að kaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.