Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 5
Þingmál, löggjöf og stjórnarfar.
5
flokki, en ekki skula þeir þð hafa eftirlaun nú freraur en eftir eldra frum-
varpinu. Læknahéruðin skiftast i 5 flokka eftir launaupphæð. í 1. flokki
eru þau héruð, þar sem launin eru 1900 kr. (Reikjavík, ísafjörður, Akur-
eiri, Seiðisfjörður). í 2. flokki eru launin 1700 kr. (Keflavík, Barðaströnd,
Blönduós, Sauðárkrðkur). í 3. flokki eru Iaunin 1500 kr. (Borgarfjörður,
Stikkishólmur, Dalahérað, Strandahérað, Húsavík, Vopnafjörður, Hróars-
tunguhérað, Reiðarfjörður, Hornafjörður, Rangárhérað og Eirarbakki og
Síðuhérað). í 4. flokki eru launin 1600 kr. en engin eftirlaun (Skipaskagi,
Ólafsvík, Þingeiri, Hesteiri, Miðfjarðarhérað, Hofsós, Siglufjörður, Höfða-
hverfi, Reikdælahérað, Agsarfjörður, Pljótsdælahérað, Mírdalshérað og Gríms-
neshérað). í 5. flokki eru launin 1300 kr. en engin eftirlaun (Kjósarhérað,
Mírahérað, Reikhólahérað, Platei, Nauteiri, Þistilfjörður, Berufjörður og
VeBtmanDaeiar). Allir hafa læknarnir jafnan rétt til kostnaðarlausra ferða-
laga. Læknahéruðin eru als 42 og laun allra læknanna að samtöldu
68400 kr. á ári. Konungur veitir embættin í þrem firstu flokkunum, en
landshöfðingi þau sem eru í 4. og 5. flokki. — Þessi ákvæði gera lögin
um borgun firir læknisverk: 1. Þegar leitað er ráða hjá lækni heima hjá
honurn eða hann fer til sjúklings ‘/ío úr mílu eða minna, þá fær hann
firir það alt að 1 kr., og hækkar ekki gjaldið þótt hann geri lítilsháttar
Bkurði og bindi um, dragi út tönn, nái þvagi af manni eða því um líkt.
Sé þetta þrítekið eða meira færist horgunin niður um helming. Sé lækn-
is leitað frá kl. 11 e. h. til kl. 6 f. h., tvöfaldast horgunin. 2. Pirir ferð
Iæknis á skip, er liggur á höín, eru 4 kr. 3. Pirir að kippa í lið, stinga
á manni eða taka fingur af eða tá 2 kr. 4. Firir að binda um beinbrot
3 kr. S. Firir að taka af stærri limi, eða gjöra þvílíkan meiri háttar
líkamsskurð 8 kr. 6. Firir að hjálpa sængurkonum með verkfærum eða
án þeirra 4 kr. Þurfi læknir hjálpar við verk sín skal borga sanngjarn-
lega firir það. — Firir störf í þarfir heilbrigðia og réttargæslu ber lækni:
1. Firir líkBkoðun 2 kr. 2. Firir líkskurð 16 kr., en séu fleiri en einn,
sem þar að vinna, þá skiftist borgunin. 3. Firir efnarannsókn eða ransókn með
smásjá og skírslu um málið 4 kr., en ef þetta er samfara líkskurði, er
ekki borgað firir það sérstaklegi. 4. Firir að rannsaka heilsufar manna
3 kr., en séu fleiri en einn ransakaðir á sama stað í sama skini, er borg-
unin 2 kr. 5. Firir að ransaka sjóskemdar vörur, meðul, matvæli, hús
o. þ. h. ásamt vottorði 3 kr. Ef meira en 5 stundir ganga til starfsins
tvöfaldast borguninn. Auk þess hefir læknir heimting á ókeipis flutningi
beinustu leið og 3 kr. kaupi firir hverjar 12 stundir, sem hann er á ferð.