Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 10
10
Þingmál, löggjöf og stjórnarfar.
við J)á utan löggiltra hafna eða dvelja á skipum þeirra að nauðsinjalausu.
Meðal feldra frumvarpa er frumvarp til breitingar á stjórnarskrá ís-
Iands. Þar er svo firir mælt, að ráðgjafi íslands megi eigi hafa önnur
ráðgjafastörf á hendi, kunni íslenzku og beri áhirgð á allri stjórnarat-
höfninni og eigi eæti á þinginu. Á 61. gr. stjórnarskrárinnar gerir
frv. ráð firir þeirri breiting, að stjórninleisi þingiðþvíað eins sundur að hún
vilji stiðja málið. Urðu enn sem fir harðar deilur um mál þetta. Þótti
mótstöðumönnum þess slælega gengið eftir fullum rétti íslendinga og
breitingin á 61. gr. nokkurs konar andvirði firir það litla sem á vanst.
En filgismenn frumv. töldu frekari kröfur ógerning, en þetta stig í rétta
átt. Báðir flokkar æBkja þeirra endilegu úrslita í málinu, að ísland fái
fulla sjálfstjórn í sérmálum sínum, en öll deilan er um leiðina að þessu
takmarki.
Frumvarpið um hlutafélagsbankann var firirferðarmest af þeim frum-
vörpum sem vóru ekki útrædd. Kaupmaður einn danskur, Yarburg að
nafni frá Kaupmannahöfn, og nokkrir aðrir útlendingar vildu fá heimild
til að setja hér á stofn stóran banka og einkaleifi til seðlaútgáfu um 90
ár. Yar Páll kaupm. Torfason sendur af þeirra hendi til að koma mál-
inu á framfæri. Yar því tekið þunglega á umræðufnndi í Reikjavík og
fékk Páll þung mótmæli af hendi þeirra Halldórs Jónssonar og Sighvat-
ar Bjarnarsonar, sem báðir eru starfsmenn við Landsbankann í Bvík.
En harðorðastur var þð Guðlaugur síslumaður Guðmundsson þingmaður.
Þegar á þingið kom veitti málinu erfitt uppdráttar lengi framan af En
er líða tók á þingið kom hingað Yarhurg kaupmaður og Arndtsen nokkur
málaflutningsmaður úr Höfn. Eftir það fjölgaði nokkuð filgismönnum
málsins og var Guðl. síslumaður Guðmundsson einna ötulastur þeirra.
Var nú þjarkað um málið fram og aftur en svo fór, að það dagaði uppi.
Árið 1899 voru þessi lög staðfest af konungi:
1. Lög um alþjóðlegar sjóferðareglur, er filgt skal á íslenskum skip-
um (2%).
2. Lög um dag- og næturbendingar á íslenskum skipum í sjávarháska
og um ráðstafanir, er skip rekast á (%).
3. Viðauki við lög 13. apríi 1894 (%).
4. Breiting á 48. gr. í tilskipun 4. maí 1872 (%).
6. Samþikt á landsreikningum firir árin 1896 og 1897 (2%)-
6. Fjáraukalög firir árin 1896 og ’97 (22/o)-
7. Lög nm lísingar til hjónabands (22/0).