Skírnir - 01.01.1899, Qupperneq 27
Áttavisun.
27
illa, að gæta ])á að, hvort stórvoldið leyfir lýðlcndunni að stjðrna sér
sjálf, svo að híin geti haft velferð sjálfrar sin fyrir mark og mið; eða
stórveldið fer með lýðlendma eins og mjólkurkú, sem að eins cr haldin
til hagsmuna fyrir eigandann.
£>að hefir sýnt sig á þessu ári, að tvær mentuðustu höfuðþjóðir heims-
ins, sem lengst eru komDar í menningu og frelsi, ern harla skeytingar-
litlar um réttindi annara þjóða, sem minni máttar eru. t>að hefir komið
í ljós hæði hjá Bretum og Bandaríkjamönnum. Slíkt ið Bama hefir auð-
vitað oft og tíðum ofan á orðið fyrir öðrum stórþjóðum; en það hefir
þótt minna tiltökumál, því að þær hafa flestar litla virðingu borið tyrir
frelsinu heima hjá sér. Kn hitt hefir mörgum þótt sorgarsjón, að sjá
þær þjóðir, sem lengi hafa verið taldar frömuðir frolsis og mannúðar, af-
neita gagnvart útlendum smælingjum öllum þeim frumreglum, sem sjálf-
um þeim hafa verið helgastar og dýrmætastar heima hjá sér. Þegar
menn minnast þess, að Bandaríkin gerðu uppreist móti Bretum og börð-
ust sér til freisis og réttlættu þá þetta tiltæki sitt með þeirri hátíðlegn
yfirlýsing í frelsisskrá sinni, sem þeir sendu stjórnum allra ríkja ins
mentaða heims, að „réttmæti stjórnarvaldsins grundvallast á samþykki
þeirra, som stjórnað er“ — þá er von, að mönnum bregði í brún að sjá
þessi sömu Bandaríki, þegar þau sjálf eru komin í stórveldatölu heimsins,
herja á sér saklausar útlendar þjóðir til að brjóta þær undir sig nauðug-
ar með hervaldi. Margt mætti Georg Washington, Thomas Jefferson,
Benjamín Pranklin og aðrir af inum frægu feðrum frelsisins í Bandarík-
junum hugsa, ef þeir mættu nú líta upp úr gröfum sínum. Og ekki er
það undarlegt, þó að sumum mönnum finuist sem líf og dæmi þessara
manna tali þungum og alvarlegum orðum til landa sinna nú á dögum.
Þeir viðburðir, sem orðið hafa á þessu ári, og nokkuð verður frá
sagt hér á eftir, eru þess eðlis, að þeir hljóta að vekja mjög alvarlegar
hugsanir um framtíð sina hjá ölium hinum smærri og máttarminni þjóð-
um heimsins, því að þeir sýna svo átakanlega, hve lítilsvirði rétturinn er
og hve lítils réttlætið má sér við lok 19. aldar, sýna, að hnefarétturinn
er í rauninni ið eina afl, sem öllu ræður enn í dag. Þetta hlýtur að
benda Bmáþjóðunum til þess, hver hégómi það er og blindni fyrir smæl-
ingja að kvelja úr sjálfum sér allan þrótt með álögum til víggirðinga og
vopnabúnaðar; að eini lifsvegurinn fyrir smáþjóðirnar er að temja sér
hyggindi, stillingu og sjálfsafneitun í viðskiftum við þá, sem meiri mátt-
ar eru, svo framarlega sem þær vilja ekki eiga það á hættu aðsjálfstæði