Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1899, Side 30

Skírnir - 01.01.1899, Side 30
30 Búa-þáttur þjóðir við aðferð og árangur sjálfra vor — segir Froude —, og það hvar sem er í heiminum, þá komumst vér að raun um, að þótt þeir fylgi strang- ari regtum en vér, og virðist harðari, þá hafa þeir í miklu minna ófriði átt við villimennina heldur en vér. Hjá þeim heíir verið minna ofbeldi og blóðsúthellingar, og sízt þarf að segja, að villimönnum, sem þeir hafa átt yfir að ráða, hafi liðið miður eða orðið atorkuminni“. Þegar stóð á stjórnhyltingunni miklu i Frakktandi, lögðu Frakkar Holtand undir sig; en Búar gerðu þá uppreist, lýstu land sitt öllum ó- háð, og settu hjá sér þjóðveldisstjórn. Prinsinn af Óraníu bað þá Breta- stjórn að taka Höfða-nýlendu í sína vernd og umsjá, meðan Holland væri svona illa statt. !>á var enginn Suéz-skurður til, og eina sjóleið Breta til Indlands lá því þá suður íyrir Góðvonarhöfða Þá voru enn engin eimskip til og leiðin löng og seinfarin á seglskipum; vóru því Bretar fús- ir að slá verndarhendi sinni á landið, svo að það lenti ekki í höndum Napóleons mikla; en þeim var nauðsyn á að eiga þar athvarf til atfanga vafns og vista fyrir skip sin á leiðinni til Indlands. Þegar friðurinn í Amiens var samin, var HolleDdingum skilað Höfða-nýlendu aftur og fluttu Bretar setulið sitt burt úr landinu. Þetta var 1802. En er hernaður var hafinn á ný gegn Hollandi, sendu Bretar út mikinn fiota með öflugu land- gönguliði til að taka Höfða-nýlendu á sitt vald á ný. En nú risu Búar öndverðir gegn Bretum og börðust braustlega við þá í mörgum orustum, enda höfðu þeir mikinn liðstyrk frá höfðingjum innlendra villiþjóða; og ekki létu þeir undan Bretum, fyr en Bretar töldu þeim trú um, að þeir ætluðu að eins til bráðabirgða að taka landið undir vernd sína gegn Frökkum, og hétu að skila öllu valdi í hendur nýlendumanna sjálfra undir eins og hollenzka ófriðinum væri lokið. En Bretar efndu aldrei orð sín. Á friðarfundinum í Yínarborg afsöluðu Hollendingar sér öllum yfirráðum yfir Höfða-nýlendu í hendur Breta, en Bretar greiddu þeim 6,000,000 punda sterling fyrir. En Búar vóru hvergi að spurðir, þeirra samþykkis aldrei leitað, enda gáfu þeir það aldrei; þeir vóru seldir eins og innstæðukúgildi með jörðunni. Þeir höfðu unnið landið, reist þar bygð sína og yrkt það og átt það nú um sjö kynslóðir og aldrei gert neinni þjóð raein. Það var því eigi að kynja, þótt þeir kynnu því illa að vera nú seldir sem kvikfé, og urðu því inir örlyndari menn meðal þeirra, þeir er nokkuð áttu undir sér, til að veita Bretum mótspyrnu; þeir voru skotnir og hengdir, eins og vant er að gera við uppreisnarmenn. „Hefðum vér hygnir verið — segir Froude — þá héfðum vér átt að sýna nærgætni og minnast þess, með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.