Skírnir - 01.01.1899, Side 33
Búa-þáttur
33
upplagi, hugsa mest um búskap sinn og trúarbrögð sín; því að þeir eru
trúmenn svo miklir, að fá eður engin munu dæmi til finnast annarstaðaii
guð er þeim lifandi persðna og orð hans er þeim bðkstaflegur sannleikur.
Svo segir Proude: „Hefðum vér lofnð þeim að eiga sig og vera sem
sjálfráðastir og tekið hæfilegt tillit til venja þeirra, siða og fastheldins
eðlisfars, þá hefðu þeir fyrir löngu gleymt þjóðveldisdraumum sínum, sætt
sig við það sem eigi varð við gert og orðið af öllum þegnum drottning-
arinnar inir ihaldssömustu og drottinhollustu". Það leikur enginn efi á
því, að hefðu nýlenduráðgjafarnir brezku treyst sér til að fara eftir sann-
færingu sjálfra sín, þá hefðu þeir fyrir löngu tekið upp mannúðlega og
sáttgjarnlega stjðrnaraðferð gagnvart Búnm. En nýlenduráðgjafar verða
að sjá um að geðjast fylgisflokk sínum á þingi, og þingmennirnir verða
að sjá um að geðjast þeim skoðanastraum, sem í hvert skifti er ríkastur
mcðal kjðsenda þeírra; en kjðsendur hafa enga sanna vitneskjuum, hversu
til hagar í nýlendum i fjarlægum heimsálfum; þeir Iáta leiðast af hleypi-
dðmum blaðanna og orðaglamri þjððmálaskúmanna; en þjóðmálaskúmun-
um veitir hægara að slá sig til riddara með almennu orðaglamri um mál-
efni, sem áheyrendurnir þekkja ekkert til, heldur en að fást við þau mál,
er nær liggja og áheyrendurnir skynja ámðta vel og sjálfir þeir.
Óánægja Búa með in skynleysislegu stjðrnarafskifti Breta fór sívags-
andi ár frá ári, og árin 1835 og ’36 sauð loksins upp úr pottinum. Þá
yfirgáfu Búar stórhðpum bygðir og bú, hlestu vagna sína vistnm og hús-
gögnum, smöluðu Baman hjörðum sínum og lögðu af stað með aleigu sína
norður í villilöndin ðkunnu fyrir norðan Oraníufljót. En þótt þeir flýðu
þannig óðul sín, þá héldust ðslitin ættartenglsin við þá, sem eftir urðu
í Höfðanýlendu. Það var naumast nokkurt það sveitaheimili í nýlend-
unni, að ekki slægist einn eða fleiri af inum yngri ættmönnum þaðan í
förina með þeim, er burtu fiuttu.
„Saga þessara burtflutningsmanna er ekki annað en endurtekning af
sögu sjálfra vor, hvar sem vér höfum land unnið; og það hlýtur að verða
sama sagan fyrir öllum landnámsmönnum, sem setjast að í nýu landi, þar
sem fyrir er bygð villimanna af óæðra kyni“ (Froude). Búar kalla þetta
inn mikla leiðaDgur („trekh“). Áður en leiðangursmenn lögðu af stað,
höfðu þeir sent erindsreka til samninga við ýmsa innlenda þjððflokka, sem
sömdu svo um að veita þeim stór héruð og leyfa þeim þar landnám. Þeg-
ar þangað kom, urðu þeir sumum volkomnir, eu öðrum ekki. Eins og á-
Sklmir 1900.
3