Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1899, Page 44

Skírnir - 01.01.1899, Page 44
44 Búa-þáttur ar 90,000 punda í skaðabætur. Þessar bætur voru svo litlar, að það vóru hreinar hundsbætur; en það gerði ekkert til í Búa augum; hitt var þeim fyrir öllu, að Bretastjórn hafði viðurkent, að hún hefði gert þeim rangt til. Búar í Suður-Afríku geta verið þráir og þverir eins og múlar; en þeir eru viðkvæmir, og alt, som hlýlegt er, fær fljótt á þá. Þeim fanst sem nú vera öll ský af kimni, brezka stjórnin gæti þó verið réttlát, þeg- ar hún sæi sannleikann, og þótti ýmsum sem ekki væri óhugsandi, að sá dagur gæti síðar upp runnið, er sólin skini á Bandaríki Suður-Afríku und- ir yfirtign Bretaveldis. Hefði Carnarvon lávarður látið sér þetta nægja að sinni og látiðsvo alt afskiftalaust, þá hefði alt farið vel. Þó hefði verið enn betra, að hann hefði sýnt Transvaal-þjóðveldinu sömu sanngirni sem Oraníuþjóð- veldinu. „Og það hefði ekki vcrið meira en skylda vor — segir Broude; — vér höfðum spanað upp á móti þeim allar innlendu villiþjóðirnar og vopnað þær; hefðum vér nú rífkað dálítið landamæri þeirra að vestan og greitt þeim einhverja fjárupphæð til að hjálpa þeim til vopnakaupa gegn villimönnunum, og hefðum vér svo jafnframt gefið öllum villiþjóðahöfðing- junum til kynna, að Búar væru upp frá þossu vinir vorir, svo að vér mundum virða til fjandskapar, ef þeim væru árásir gerðar, — þáhefðum vér áunnið oss fullt traust og vináttu Búa og þeir hefðu frá sömu Btuudu manna fúsastir gleymt öllum fornum mótgjörðum, og þá hefði án efa öll Suður-Afríka að nokkurum árum liðnum tekið vel undir sambandsrikja- tillöguna“. En Carnarvon lávarður misskildi það hlýjaþel og því nær vinarhug, som hann hafði vakið hjá Búum með síðustu viðakiftum sínum við Oran- íu. Hann hugði að þessi nýja tilfinning væri þegar í stað svo sterk orð- in, að hann mætti bjóða henni töluvert, án þess að ofbjóða henni. Banda- rikja-hugmyndin var svo rík í huga hans, að hann vildi fyrir alla muni koma sameiningunni á í einum rykk; hann gaf sér ekki tíma til að hæna að sér Transvaalbúa. Hann vissi, að ríkisféhirzla þeirra var skrolltóm, og að þeir vóru svo þreyttir og veiktir við undanfarandi manntjón í ófriði við innlendar þjóðir, að þeir mundu óviðbúnir og engar varnir fá veitt enskum árásarher. Svo voru líka illgjarnir Eaglendingar í Suður-Afríku, sem töldu honum trú um, að meiri hluti Transvaalbúa væru þreyttir á sjálfsforræði sínu, sem þeir urðu sífelt að verja með vopnum gegn innlendum þjóðum, og mundu þeir fagna því af hjarta, ef Englendingar legðu undir sig landið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.