Skírnir - 01.01.1899, Qupperneq 51
Búa-þáttut
51
mælt, að þeir hafi úr brezkri átt fengið fullar leiðbeiningar um, hvernig
hana skyldi orða, svo að eigi varðaði við lög og Bretastjðrn gæti verið
þekt fyrir að veita henni viðtöku. TJndir þesaa bænarskrá akrifnðu 21,000
útlendingar, og var hún afhent umboðsmanni Bretastjórnar, sem svo sendi
hana boðieið rétta (24. Marz) til landstjðra Breta í Suður-Afríku. ískjal-
inu telja biðjendur harmatölur sínar; segja, að þðtt Kiilger forseti hefði
heitið þeim ýmsum réttarbótum eftir Jamesons-árásina, þá hafi enn ekkert
úr þeim orðið, en hins vegar hafi þeim á ýmBan hátt verið íþyngt með
nýjum lögum, svo sem með innflutningalögunum nýju 1896 (er þó vóru
aftur úr gildi numin að tilmælum Bretastjórnar), með nýjnm prentfrelsis-
lögum sama ár og enn fremur Dýjum lögum sama ár, er með ákveðnum
skilyrðum heimili að vísa megi ýmsum útlendum mönnum úr landi; telja
þeir þetta koma í bága við anda samningsins frá 1884; svo telja þeir, að
hæstiréttur landsins sé eigi nægilega ðháður ríkisstjðrninui; telja sér mis-
boðið með því, að útlendingar megi ekki sitja kviðdóma; segja, að her-
virki hafi reist verið bæði í Johannesburg og Pretóríu, og sé það gert til
að ógna brezkum þegnum þar í landi; lögreglustjórnin veiti lífi og eign-
um útlendinga enga vernd, heldur yfirgang og ðlög, og með öllu séu það
óþolandi kjör, er brezkir þegnar eigi við að búa þar í landí. Biðja þeir
drottninguna að láta rannsaka kærumál sín og heimta réttarbætur sér til
handa af Búum og fulla tryggingu fyrir, að þær verði framkvæmdar.
Þegar þetta varð hljóðbært, tóku aðrir útlendingar saman og rituðu
Transvaalstjórn skjal í Maimánuði, og rituðu undir það meira en 20,000
útiendingar; þessir útlendingar segja það lygi, sem í útlendinga-bænar-
skránni til drottningarinnar stóð, að Transvaalstjórn veiti eigi lífi og eign-
um útlendinga falla lagavernd; segja þeir fullum fetum, að það séu ensk-
ir auðmenn, sem komið hafi á stað bænarskránni til Bretadrottningar og
hjá þeim eigi öll sú hreyfing upptök sín,en eigi eigi hjá alþýðu útlendinga.
Allan þennan tíma h&fði staðið á bréfaskriftum milli Bretastjórnar og
Transvaalstjðrnar, og hafði Transvaalstjórn sendiherra sinn, dr. Leyds, í
Lundúnum. Dr. Leyds hélt því fram, að Bretastjðrn hefði engin yfirfor-
ráð yfir Transvaal-þjððveldi samkvæmt samningunum 1884, þar sem berum
orðum stóð, að samningurinn frá 1881 væri úr gildi fallinn. Joseph
Chamberlain, sem svörum hélt uppi af hendi Bretastjórnar, hélt því hins
vegar fram, að þótt samningurinn frá 1881 væri úr gildi numinn, þá
hlyti þó að sjálfsögðu(\) inngangnr hans að vera í fullu gildi, en í þeim
inngangi höfðu staðið orðin um yfir-forsjá Bretaveldis. Mr. Reitz, for-
4*