Skírnir - 01.01.1899, Page 61
tnáland.
61
unarhús eitt eður verksmiðja i Lundúnaborg nefnist Hynoek & Co, og
eru skotvopnasmiðir. Formaður þessa félags er brððir Joseph Cbamber-
lain’s, ráðgjafans brezka, þess er aðallega er valdur að ófriðinum. Þetta
félag seldi Búum 1300 smálestir skotfæra, og kölluðu á farmskránni
„smávarning úr járni“. Auðvitað vissu þeir, að vopn þessi yrðu borin á
landa sina; en þeir vissu, að ef þeir seldu ekki, mundu Þjóðverjar selja
Búastjórn skotvopnin, og þótti þá eins gott að ná þó í skildingana fyrir
banatólin.
Bandaríkin í Yesturheimi. Þau hafa árið sem leið komið reglu
á og furðu góðu skipulagi á Cúba. En á Filippus-eyjum hefir þeim veitt
örðugt. Þegar Dewey aðmíráll fór heim og Otis hershöfðingi Banda-
manna kom til Filippus-eyja, fór út um þúfur friðurinn milli Filippiuga
og Bandamanna. Filippingar settu stjórn á laggir og gerðu Aguinaldo
að forseta þjóðveldis síns, en Bandamenn vildu brjóta landið undir sig.
Otis hefir jafnan sent heim sigur-sögur og i hvert sinn áttu Filippingar
að vera að þrotum komnir með varnir. Svona gekk alt árið. í árslok
höfðu Bandamenn 60,000 herliðs undir vopnum á eyjunum, en ekki tókst
þeim að sigra Aguinaldo eða ná honum á sitt vald. Þeir missa fjölda
fólks af liði sínu þar, og er sagt að langflestir veikist og deyi, af þvi að
þeir þoli ekki loftslagið, og eru þeir margfalt fleiri af liði Bandamanna,
sem lífið láta á þann hátt, heldur en þeir sern falla i ófriðinum.
Stjórnin vildi fá fasta herinn, sem verið hefir um 27 þús. manns,
aukinn upp í 100 þúsundir, og neðri málstofa þingsins samþykti lög um
að auka mætti fasta herinn, alt upp í 95000 manns, en aldrei skyldi
hann fámennari vera en 57000. En í efri málstofu gat öormann, for-
kólfur sérveldismanna, fengið lögunum breytt, svo að þau heimila að eins
fyrst um sinn að halda fastan her 66,000 manns, en eftir 1. Júlí 1901
skal talan færð niður í það sem áður var, 27,000.
Efri málstofa Bandaþingsins veitti á árinu 115 milíónir dollara til
skurðgraftar gegnum Nicaragua, og skyldi verkið fullgert á fimm árum;
en neðri málstofa feldi fjárveiting þessa; en þingið alt veitti síðar 1 milí-
ón dollara til fullkominna rannsókna á skurðstæðinu. Nefnd, sem skipuð
var til rannsókna samkvæmt þessu, komst að þeirri niðnrstöðu í einu
hljóði, að verkið væri vel vinnandi. Öll nefudin, nema 1 maður, áleit að
skurðinn mætti gera fyrir f; 118,113,790; en einn nefndarmaður áleit
að kostnaðurinn mundi verða ? 134,818,308. Yið þetta sitnr.