Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 37
Abraham Lincoln.
229
Þegar Abraham lét af herþjónustunni, fór hann að
hugsa um að nema járnsmíði til þess að fá sér einhverja
fasta atvinnu. Hann skýrði einum kunningja sínutn frá
fyrirætlun sinni, en hann brást forviða við og sagði: »Þú
ætlar að verða járnsmiður? Hi, hí, félagi, en við kunn-
ingjar þínir höfum áformað að senda þig á þing.«
Það varð orð og að sönnu. Illinois hafði 1818 verið
tekið upp í tölu Bandaríkjanna og 1832 lét Abraham fyrir
áskoranir kunningja sinna leiðast til að gefa kost á sér
til þings. Að vísu náði hann ekki kosningu í það sinn,
en hlaut þó miklu fleiri atkvæði en hann hafði gert sér
von um. Hann reyndist ötull og fylginn sér í kosningar-
leiðangrinum og góður ræðumaður með allvíðtækri þekk-
ingu á landsmálum. En ekki var laust við að andstæð-
ingar hans skopuðust að búningi hans og tilburðum í
kosningarbaráttunni, og eftir því sem einn kunningi hans
lýsir útgangi hans, hefir það ekki verið alveg ófyrirsynju:
»Hann var í frakka úr stórgerðum dúk, en ermarnar og
löfin voru í styzta lagi. Brækurnar voru úr striga, stíg-
vélin einkar klúr og stráhatturinn, sem hann bar, gleypti
svo að segja höfuðið.«
Arið 1834 hlaut Abraham Lincoln kosningu á full-
trúaþingið í Illinois. Efnahagur hans var þá svo örðugur
sakir verzlunar-gróðabralls, er hann eins og ýmsir sam-
aldrar- ha.ns höfðu flækzt í, að hanu varð að taka 200
dollara lán til þess að fata sig og geta staðið straum af
kostnaði þeim, er þingsetan hafði í för með sér. A þing-
inu lagði hann fyrst í stað ekki mikið til málanna, en
kom þó vel ár sinni fyrir borð og reyndist slyngur í að
hafa fram áhugamál kjósenda sinna; þótti hann og 9
flokksmenn hans, sem nefndust »risarnir«, af því að eng-
inn þeirra var lægri en 3 álnir, stundum riðnir við
hrossakaup. En í velferðarmálum þjóðarinnar hélt Lin-
coln ósveigjanlega fram skoðun sinni, þótt hann stæði
einn uppi síns liðs. Kom það berlega í ljós 1837 í baráttu
hans gegn ofsa og ofstæki þrælahaldsmanna, er sóttu þá