Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 13

Skírnir - 01.08.1909, Page 13
Prestarnir og játningarritin. 205 vér sömuleiðis. Lúter segir það sjálfur i formálanum fyrir fræðunum. »Það sem heflr knúð mig til að gefa út þessi fræði eða kristilegu kenningu í þessari afarstuttu, einföldu og óbrotnu mvnd, er hið aumlega ásigkomulag [í söfnuð- unum], sem ég hefl komist að raun um, er ég fyrir skemstu yar að visitéra kirkjurnar. Odauðlegi guð! Hvílík eymd hefir mér fyrir augu borið! Alþýðu manna, einkum til sveita, brestur alla þekkingu á hinni kristilegu kenningu, og margir sóknarprestar — því miður — eru býsna óhæfir til að kenna! Og þó eiga allir að heita kristnir, vera skírðir og mega neyta hins heilaga sakramentis, en kunna hvorki faðir vor, né trúarjátninguna, né boðorðin tíu«. Fræðin áttu að vera hjálparmeðal handa prestum við kristindómsfræðslu æskulýðsins. Að úr þeim ætti að verða kirkjulegt játningarrit með lagagildi í kirkjunni um ókomnar aldir, er hlutur, sem Lúter sjálfum hetir aldrei til hugar komið, því að auk þess sem það hefði verið með öllu gagnstætt allri andastefnu Lúters, ber alt snið ritlingsins það með sér, að þar getur ekki verið um játn- ingarrit að ræða í venjulegum skilningi. Um fornkirkjulegu játningarnar þrjár, hina postullegu, nikenisku og atanasíönsku, er það að segja, að siðbótar- mennirnir viðurkendu þær fyrst og fremst, til þess að sýna með því, að tilgangur þeirra væri alls ekki sá, að slíta sig úr samfélagi við heilaga almenna kirkju, en því næst af því að þeir álitu þær vera í fullri samhljóðan við ritn- inguna, eins og þeir skildu hana. Aftur á móti viðurkenna þeir þær ekki af því, að kirkjan hafi með lögum bundið söfnuði sina á öllum tímum við þær, — enda gat Lúter, samkvæmt allri skoðun sinni á kirkjunni, ekki kannast við að kirkjan hefði nokkra beimild til slíks, — né held- ur af því, að þeir við rannsókn þeirra hluta hefðu sann- færst um sögulegt sanngildi þeirra. Það hefir orðið hlut- verk miklu seinni tíma að rannsaka uppruna þessara forn- kirkju-játninga og þótt ýmislegt sé þar enn myrkri hjúpað, þá er sú niðurstaða rannsóknanna nú talin með öllu áreið-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.