Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 6
198
Prestarnir og játningarritin.
Grundtvígssinna meðal prestanna — á stjórnina, að breyta
prestaheitinu á þessa leið: »Ég, sem veit mig í samhljóð-
an við hina evang.-lút.-kirkju, lofa að hafa um hönd skírn
og kveldmáltíð eftir innsetningu drottins og venju hinnar
dönsku þjóðkirkju og eftir beztu sannfæringu að prédika
fagnaðarerindið samkvæmt heil. ritningul)«. I allri þess
ari baráttu danskra presta fyrir kenningarfrelsinu heyrist
bergmál orða Grundtvígs: »Hverjum presti i ríkis- eða
þjóðkirkju verður að vera heimilt að segja það, sem hann
sem heiðarlegur maður álítur sannast og réttast um biblíu
og kristindóm, ef menn á vorum dögum eiga að geta lagt
trúnað á orð hans. Sé honum ætlað eingöngu að muðla
fyrir munni sér allar trúargreinarnar gömlu, hlýtur að
fara fyrir lútersku trúnni líkt og farið heflr fyrir hinni
katólsku : Trúin verður mentuðum mönnum ómögulegur
hlutur«.2)
A næstliðnum vctri heflr mjög mikið verið rætt um
afstöðu presta við játningarritin i norsku kirkjunni. Thv.
Klaveness, sem eftir allri andastefnu sinni er fullkominn
kenningarfrelsismaður, kom þar hreyflngu á málið með
fyrirlestri um »þýðingu játningarritanna í lútersku kirk-
junni«3. Þeir, sem í vetur taka málið upp til umræðu,
heimta að vísu ekki fult kenningarfrelsi, heldur heimta
þeir flestir, að feldar séu úr gildi nokkrar af játningum
þeim, sem lögum samkvæmt gilda í Noregi, og vilja miða
játningarskuldbindinguna við postullegu trúarjátninguna
eina og fræði Lúters hin minni. Aðalflutningsmenn þessa
máls eru nafnkendir menn úr hóp hinna íhaldssömu norsku
kennimanna, prestarnir H. N. Hauge frá Skien, sem fyrir
nokkru var kirkjumálaráðgjafi, og L. Dahle í Stavanger.
Þeir flvtja mál sitt á hinum árlega norska kirkjufundi
Sbr. einkarfróðlega ritgjörð eftir lic. theoL Lindegaard-Petersen:
„Symbolforpligtelsen i den danske Kirke“. Theol. Tidskrift. 1908.
2) Tilvitnuð orð,tekin eftir Norsk Kirkeblad 1909 bls. 18'i, eru sennilega
úr riti Grnndtvigs: Den danske Statskirke upartisk betragtet. Kh.1834.
*) Þetta ágæta erindi er prentað i „For frisindet Kristendom I.
•Christj. 1906“.