Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 91
Erlend tiðindi.
283
rofetungum og skrælingjum, enda miljónamenn staðið á baki og
látið hann ekkert skorta.
Hitt hefir slegið meiri skugga á hann, að hann hefir þver-
neitað því, að Cook hafi komið á skautið og sagt hann skorta all-
an útbúnað í slíka för, og fylgdarmenn Cooks hafi sagt Peary, að þeim
hafi aldrei horfið land af sýn, enda hann hvergi séð merki eftir
Cook. Cook og margir góðir menn með honum telja þetta ymist
einskisverð orð eða ofsögð og þótt ýmsir menn tortrygðu Cook í
fyrstu, taka nú flestir hann trúanlegan báðu megin hafs nema Peary
og æstustu vinir hans, og er jafnvel grunað, að þeir láti svo sakir
ótta um gróða sinn á fé því, sem Peary hefir kostað þá.
En þessi tortrygni við Cook varð til þess, að hann fór 10.
sept. úr Danmörk vestur um haf, en ætlaði áður að ferðast um ýms
Norðurálfulönd, enda boðið fé fyrir ræðuhöld svo hundruðum þús-
unda skifti í krónum.
Þeir stigu báðir á land sama dag í Ameríku, Cook í New-York,
Peary í Nýjaskotlandi, og sýndur jafn sómi báðum. En þræta var
enn hörð um þá og farir þeirra, þegar síðast spurðist. Rengdu
sumir báða eða sinn hvorn, en flestir trúðu báðum og verður ekki
skorið úr því að fullu fyrri en prentaðar eru og rannsakaðar skýrslur
þeirra og mælingar. Gerir Cook það Dönum til sóma, að senda þeim
öll plögg sín og láta Khafnarháskóla rannsaka þau fyrstau. Segir
Dani hafa treyst orðum sínum og sé skylt að þeir sjái fyrstir
sannanir hans.
Peary er nú 53 ára, fæddur 1856, en Cook 44, fæddur 1865.
Þykja þeir báðir hafa unnið hið mesta stórvirki, þó þeir hafi hvergi
nærri þolað slíkar raunir sem margir aðrir norðurfarar; og þó fjár-
munalega sé hér ekki unuið eyrisvirði, þá er sem öll veröld hrósi
sigri yfir því, að hér sé lyft einu því grettistaki, sem mannkytiið
hefir reynt afl sitt á um stund og verið hefir svo sem eitt af þeim
leiðarmerkjura, sem mannkynið hefir miðað við þrek sitt, vit sitt
og vonir sínar um að þekkja þessa jörð okkar, eðli hennar og ör-
lög hennar og vor, andleg og líkamleg, um ókomnar eilífðir.
Loftförin hafa sýnt það síðustu mánuðina, að þau bylta um
öllum samgöngum heimsins og líkast til á örfáum árum. Þeim
fleygir áfram, má sannarlega segja. Santos Dumonts fór 54 faðma
í loftfari fyrir 2 árum og varð frægur fyrir og 13. janúar í
fyrra vann Farman 36,000 kr. fyrir að fljúga röska 500 faðma,
on nú fljúga menn tugi mílna og eru 5 eða 600 fet í lofti.