Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 72

Skírnir - 01.08.1909, Page 72
Út af æfisögu Péturs biskups. i. Nokkrar leiðbeiningar og athugasemdir við ritdóm um æfisögu Péturs biskups. Fáeinar missagnir hafa slæðst inn í ritdóm eftir hr. adjunkt Þorleif H. Bjarnason (Skírnir 1909 bls. 77—85) og leyfi eg mór að leiðrótta þær til þess aðrir taki þær ekki eftir i hugsunarleysi. Bls. 80 segir höfundur að líkur séu til, að dr. Pótur Pétursson hafi fengið nokkur drög til kirkjusögu sinnar og doktors-ritgjörðar hjá hinum margfróða tengdaföður sínum Boga Benediktssyni; héfir höf. þetta eftir Jóni Þorkelssyni rektor, sem aftur kvað hafa borið Jón Pótursson háyfirdómara fyrir því. Þetta er auðséður misskiln- ingur. Kirkjusagan var fullprentuð vorið 1841, þá var Bogi ekki orðinn tengdafaðir Póturs prófascs, en milli þeirra var áður enginn kunningsskapur og efasamt hvort þeir hafa sést; Jón Pétursson var þá enn við nám í Höfn, varð cand. juris 5. nóv. 1841. í doktors-ritgjörðinni, sem kom út 1844 eftir að Pótur Pétursson var orðinn tengdasonur Boga, eru að eins almenn söguleg fræði, sem hver og einn átti hægt með að útvega sór og er engin ástæða til að halda að dr. Pétur hafi þurft að fá sór þá fræðslu frá öðrum, sem hægt var að fá í algengum prentuðum bókum. Til eru enn mörg bréf, sem farið hafa milli dr. Péturs og Boga og í þeim er hvergi minst einu orði á söguleg fræði. Þessi getgáta um áhrif Boga Benediktssonar á vísindaleg rit dr. Póturs er því sýnilega röng. Eg hefi í athugasemd á bls. 149 getið þess, að það muni hafa verið í þinglok 1867 sem dr. Jón Hjaltalín sagði hin alkunnu orð' við Jón Sigurðsson: »Nú ert þú búinn að vekja upp þann draug«< o. s. frv., en eg fullyrði það ekki. Höf. segir að Jón Hjaltalín hafi talað hin umræddu orð á Bakarastígnum 1873. Það er varla sennilegra. A Þingvallafundinum 1873 var Jón Sigurðsson í minni hluta, þá hafði spádómur Hjaltalíns ræzt, Jón gat ekki ráðið við

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.