Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 87
Erlend tiðindi.
Fundið norðurskaut.
I rauninni er þaS ekki vel heppilegt, að kveða svo að, sem
skautið sé nú fundið. Skautin eru, svo sem menn vita, þeir stað-
ir á norður og suðurhveli jarðar, þar sem endar hinna 360 hádeg-
isbauga koma saman í depil. I sjálfum sér er þessi depill á hvoru
skauti ekki stærri en títuprjónshaus eða púnktur í prenti og því
engin líkindi til að menn fái nokkuru sinni svo nákvæm mælinga-
tæki að þeir deplar finnist. Aftur hafa menn fátt vitað betur en
það, hvar þessara depla var að leita, því menn vita hárvíst hve
langt er til þeirra frá hverjnm stað á jörðinni.
Hitt hefir aftur verið ókunnugra alt til þessa, hvernig svæðin
liti út kringum þessa depla, sem menn vissu af í ísauðnunum á
norður og suðurhvelinu.
Um suðurskautið vissu menn nú nokkurn veginn, að sá depill
er á hálendi miklu, nálægt 10 þús. feta háu, því þar komst Shack-
leton svo langt núna í janúar 1909, að hann átti einar 22 mílur
eftir að suðurskautinu sjálfu.
Um norðurhöfin hafa menn nú sveimað í margar aldir og lengi
vel mest í þeim erindum, að finna vesturleið norður um Ameríku
og austurleið norður um Asíu. En hitt, að finna sjálft skautið eða
komast þangað, datt víst dr. Hayes, amerískum manni, fyrstum í
hug 1860.
Eins og allir vita, skifta menn jarðarhnettinnm sór til yfirlits
og hægðar í 180 belti milli skautanna. Er 0 sett á miðjarðarbaug og
talið þaðan 90 norður og suður. Beltin eru jafnbreið, 15 mílur hvert,
og kölluð mælistig. Island nær frá 63x/2 mælistigi til öð1/^. Það
er því 3 mælistig {skrifað 3°) eða 45 mílur á breidd og rúmar 350
mílur frá Melrakkaslóttu norður að skauti.
Lengst norður höfðu þeir komist hingað til Sverdrúp 1896, á
85,57 og átti eftir 608/4mílu að skauti; Friðþjófur Nansen sama ár