Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 35
Abraham Lincoln.
22 í
var, dró hann til stafs í snjónum með stafpriki. Þess á
milli sat hann við kné föður síns og hlustaði á frásögn
hans um nýlenduprestinn, sem gekk eða reið 4000 enskar
milur á tólf mánuðum og flutti mörg hundruð ræður, eða
um viðureign landa sinna og Indíána. Frásögur þessar
urðu honum mjög minnisstæðar og juku táp hans og frama-
löngun. Hann las öllum stundum, er hann komst hönd-
um undir, en af því bókaforðinn á heimilinu var ekki
fjölskrúðugri en fyr er sagt, las hann bækurnar aftur og
aftur, unz hann kunni þær að miklu leyti utan bókar; eink-
um varð hann mjög ritningarfróður og hafði síðan alla-
jafna ritningargreinar á takteinum.
Ef Abrabam frétti til einhverrar bókar í eigu ná-
granna eða nærsveitarmanna, var hann ekki í rónni fyr
en hann hafði fengið bókina og lesið hana. Þannig er
haft fyrir satt, að eitt sinn heyrði hann getið æfisögu
Washingtons, er honum lék mjög hugur á að ná í. Hann
fór því að hitta eiganda bókarinnar og fékk hana að láni.
Þegar heim kom, gafst honum gott næði til að lesa bók-
ina, því að þá gengu hryðjur miklar og illviðri, svo að
ekki var unt að stunda útiverk. Þóttist hann vera orð-
inn margs vís um Washington kvöldið sem hann lauk við
bókina og lagði hana við kofaþilið. En þar var stór rifa,
á súðinni, vindstaðan breyttist um nóttina og regninu
lamdi inn um rifuna beint á æflsögu Washingtons. Abra-
ham varð sárhryggur yflr því, að svo hafði tekist til með
bókina og fór morguninn eftir að hitta eiganda hennar.
»Bókin er gerskemd«, sagði hann, »og eg á ekkert fé til
að borga hana, en eg skal vinna af mér andvirði hennar«.
Síðan vann hann að uppskeru þrjá daga, til þess að borga
bókina.
Snemma bar á því, að Abraham var athugulli og
eftirtektasamari en börn alment gerast á hans reki. Ef
hann heyrði einhvern segja eitthvað, sem hann skildi ekki,
eða dytti hann í bókum ofan á eitthvað sem honum þótti
torskilið, var hann að velta því fyrir sér og ræða það
við félaga sína, þar til hann komst að einhverri ákveð-