Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 1
Prestarnir og jatningarritin.
Að stofninum til inngangsorð til umræðu, flutt á prestastefnunni
á Þingvelli 1909.
Eftir
Jón Helgason lektor.
Spurningin um afstöðu prestanna til játningarrita
Skirkjunnar, eða spurningin um kenningarfrelsi presta, er
vafalaust ein af þeim spurningum, sem oftast hafa á góma
horið og ekki hafa minstum ágreiningi valdið innan vé-
'banda evangelisku kirkjunnar á síðari tímum.
Þetta stendur upphaflega i mjög eðlilegu sambandi við
sívaxandi kröfur manna um frelsi einstakingsins á öll-
um svæðum mannlífsins, kröfur, sem yfirhöfuð að tala
■einkenna 19. öldina alla og 20. öldin hefir tekið í arf frá
henni. Þessar frelsiskröfur eru aftur mjög svo eðlilegur
ávöxtur vaxandi skilnings manna á persónulegu mæti
einstaklingsins. Að sama skapi sem mönnum hefir auk-
ist skilningur á mæti mannlegs persónuleika svo sem
frjálsrar veru með fullri ábyrgð á öllum sínum gjörðum,
hefir mönnum einnig vaxið lifandi óbeit á öllum böndum,
■er virzt gætu hefta þróun persónuleikans og gjöra honum
erfitt fyrir að ná ákvörðun sinni sem frjáls maður.
Eldri tímum var alls ekki ljóst gildi hins mannlega
persónuleika sem frjálsrar veru; fyrir því gátu menn þá
horft með jafnaðargeði á ýmislegt það, sem vorum tímum
hrýs hugur við sem beinlinis glæpsamlegu, og ekki að
•eins sætt sig við það, heldur og varið það. Og svo íhalds-
:samur er mannsandinn enn í dag, að fjölda annars góðra