Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 38

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 38
230 Abraham Lincoln. sem fastast að berja niður með harðri hendi alla mótspyrnu gegn þrælahaldi og fá það löghelgað. Allur þorri þingmanna í Ulinois yar fylgjandi þessari viðleitni þrælahaldsmanna. Lincoln einn reis öndverður gegn henni og síðar lét hann og einn af samþingismönn- um hans bóka eindregin og öflug mótmæli gegn afskiftum þingsins af þessu máli. Hin örugga framkoma Lincolns í þessu máli mæltist vel fyrir hjá öllum mönnum i ríkinu, sem voru andvígir þrælahaldi. Hann var hvað eftir annað endurkosinn á þing. Það jók enn ekki lítið almennings- hylli Lincolns, að ræður hans voru ljósar og skipulegar og hann manna lagnastur að ná tökum á áheyrendunum, orðsnar og orðheppinn, ef á hann var leitað. Má geta þess sem dæmis, að á einum undirbúningsfundi undir þingkosningu Lincolns henti ráðinn og roskinn stjórn- málamaður gaman að því, að hann væri ungur og óreyndur í stjórnmálum. Maður þessi hafði áður fylgt »whiggum« að málum, en svikið íiokk sinn, gengið í lið með iýðveldismönnum og þegið gott embætti að launum. Þóttist hann maður að meiri, af því að hann var eini mað- urinn í því bygðariagi, sem hafðisett eldingavara á hús sitt. Lincoln var þetta kunnugt og vék að því í svari sínu með svofeldum orðum: »Frummælandi skopaðist að því, að eg væri ungur. Eg er meira barn í brögðum og brell- um stjórnmálanna en að aldri. Mig langar að vísu til að lifa og verða frægur fyrir afskifti mín af stjórnmálum, en eg kysi þó heldur að deyja samstundis en hafa pólitisk fataskifti fyrir 3000 dollara embætti og verða svo að setja eldingavara á hús mitt til þess að afstýra reiði drottins.« Á þinginu i Illinois kyntist Abraham Lincoln 2 mönn- um, sem höfðu hvor á sinn hátt mikil áhrif á lífsferil hans. Annar þeirra var Stepheii A. Douglas, mikill ræðu- skörungur og stjórnmálamaður. Hann gerðist síðar um mörg ár andstæðingur og keppinautur Lincolns og skal þá vikið að viðskiftum þeirra. Hinn var John Stuart, merkur lögfræðingur frá Springfield. Hann hafði veitt því eftirtekt, að Lincoln var gæddur miklum gáfum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.