Skírnir - 01.08.1909, Side 38
230
Abraham Lincoln.
sem fastast að berja niður með harðri hendi alla mótspyrnu
gegn þrælahaldi og fá það löghelgað.
Allur þorri þingmanna í Ulinois yar fylgjandi þessari
viðleitni þrælahaldsmanna. Lincoln einn reis öndverður
gegn henni og síðar lét hann og einn af samþingismönn-
um hans bóka eindregin og öflug mótmæli gegn afskiftum
þingsins af þessu máli. Hin örugga framkoma Lincolns
í þessu máli mæltist vel fyrir hjá öllum mönnum i ríkinu,
sem voru andvígir þrælahaldi. Hann var hvað eftir annað
endurkosinn á þing. Það jók enn ekki lítið almennings-
hylli Lincolns, að ræður hans voru ljósar og skipulegar
og hann manna lagnastur að ná tökum á áheyrendunum,
orðsnar og orðheppinn, ef á hann var leitað. Má geta
þess sem dæmis, að á einum undirbúningsfundi undir
þingkosningu Lincolns henti ráðinn og roskinn stjórn-
málamaður gaman að því, að hann væri ungur og
óreyndur í stjórnmálum. Maður þessi hafði áður fylgt
»whiggum« að málum, en svikið íiokk sinn, gengið í lið
með iýðveldismönnum og þegið gott embætti að launum.
Þóttist hann maður að meiri, af því að hann var eini mað-
urinn í því bygðariagi, sem hafðisett eldingavara á hús sitt.
Lincoln var þetta kunnugt og vék að því í svari sínu
með svofeldum orðum: »Frummælandi skopaðist að því,
að eg væri ungur. Eg er meira barn í brögðum og brell-
um stjórnmálanna en að aldri. Mig langar að vísu til að
lifa og verða frægur fyrir afskifti mín af stjórnmálum, en
eg kysi þó heldur að deyja samstundis en hafa pólitisk
fataskifti fyrir 3000 dollara embætti og verða svo að setja
eldingavara á hús mitt til þess að afstýra reiði drottins.«
Á þinginu i Illinois kyntist Abraham Lincoln 2 mönn-
um, sem höfðu hvor á sinn hátt mikil áhrif á lífsferil
hans. Annar þeirra var Stepheii A. Douglas, mikill ræðu-
skörungur og stjórnmálamaður. Hann gerðist síðar um
mörg ár andstæðingur og keppinautur Lincolns og skal
þá vikið að viðskiftum þeirra. Hinn var John Stuart,
merkur lögfræðingur frá Springfield. Hann hafði veitt
því eftirtekt, að Lincoln var gæddur miklum gáfum og