Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 28
220
Prestarnir og játningíarritin.
og með hliðsjón á alveg sérstökum sögulegum kringum-
stæðum. I fæstum orðum: Þeir gleymdu hinu gamla,.
góða postullega orði, sem aldrei fyrnist, orðinu um þekk-
inguna, sem er í molum.
En þar sem vér verðum að játa að þekking vor sé
öll i molum, getur það aldrei réttlæzt til lengdar að heit-
binda kennimenn kirkjunnar við útlistanir löngu liðinna
alda á sannindum kristindómsins, eins og þar væri um
hinn algjöra sannleika að ræða.
4. En það sem að síðustu gjörir kröfuna um kenningar-
frelsi presta öllu öðru fremur réttmæta er þó það, að
þ e s s i eiðbinding eða heitbinding prestanna
við játningarritin ríður algjörlega í bága
við höf uðfrumreglu vorrar evangelisk-
lútersku kirkju, sem var undirrót allrar siðbótar-
innar.
Hver var þessi höfuðfrumregla?
Þessi höfuðfrumregla var sú, að heilög ritning skyldi
vera hin eina óbrigðula regla og mælisnúra trúar og
kenningar í kirkjunni á öllum tímum. Hvers vegna? Af
því að heilög ritning og hún ein hefði að geyma hinn ei-
lífa og óbreytilega sannleika til sáluhjálpar. Það var lif-
andi tilfinning Lúters fyrir þvi, að katólska kirkjan hefði
hrakist af réttri braut inn á skaðlegar villubrautir, er
hún sctti erfikenninguna (en til eifikenningarinnar ber að
telja játningarritin) yfir ritninguna, er meðal annars hratt
honum út í baráttuna við veraldarinnar voldugasta félag
— hina katólsku kirkju — og knúði hann til að yfirgefa
móðurskaut kirkjunnar, er hann sá hve fjarri það var henni
að þekkja sinn vitjunartíma. Og þetta var enn ekki
fallið í gleymsku er Samlyndisreglan varð til — hið mikla
trúfræðilega deilurit, sem viða í lúterskunr löndum hefir
verið lögfest játningarrit, þótt ekki sé pað svo hjá oss né
í hinu danska ríki. I inngangi rits þessa, senr er samið
á árunum 1570—80, er gjörð grein fyrir afstöðu játningar-
ritanna til ritningarinnar, með svofeldum orðum: »Játn-