Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 63
Betur má ef duga skal.
255-
staðar. Eg heíi aldrei veri leiðsögumaður útlendra ferða-
manna, er hingað hafa komið til að kynna sér land vort,.
menningu og þjóðþroska. En ekki þætti mér ólíklegt, að
margan leiðsögumanninn hafi sviðið ónotalega í kinnarnar
af vanvirðuroða, er hann varð að játa, að óþverrapollur-
inn hérna fyrir innan bæinn, er menn kalla sundlaug,
væri aðal-sundstöð landsins og eina opinbera baðstofnun-
in undir beru lofti.
Nú virðist loks vera að roða fyrir nýjum og betri
tímum um uppeldisfar íslendinga, sérstaklega að því leyti,
að íþróttunum verði skipaður sá sess, er þær eiga skilið.
Þeir menn er gengist hafa fyrir stofnun ungmenna-
félagsskaparins hafa séð, að svo búið mátti eigi lengur
standa. Það varð að hefjast handa til að stöðva þróttar-
drepið, er öldum saman hefir náð að þróast í íslenzkum
ættleggjum. Þess vegna hafa ungmennafélögin tekið upp
á stefnuskrá sína endurreisn íslenzkrar líkamsmenningar,
— og skipað henni, að því er mér skilst, efst á blað, eða
svo ætti það að minsta kosti að vera, því að þar er mikil-
fenglegt og heillavænlegt starf fyrir höndum, sem er sér-
staklega við hæfi þess félagsskapar. Enn er lítið komið
í verk, enda er ekki við því að búast. En byrjunin er
góð og þess verð, að henni sé almennur gaumur gefinn
og starfið stutt.
í þetta sinn vil eg einkum beina athygli manna að
því fyrirtæki Ungmennafélags Reykjavíkur, er gefið hefir
tilefni til þessarar samkomu, og hvetja menn til að styðja
það af alúð. Það er stofnun baðstöðvar við Skerjafjörð.
Svo er til ætlast, að reistur verði sundskáli i Gróf-
unum, skamt fyrir innan Skildinganesbæinn. Skálinn er
ferhyrningur 24X12 álnir. Þessi ferhyrningslengja verður
hólfuð í sundur í 14 klefa, þar sem 40—60 manns geti
athafnað sig í senn við að afklæða sig og klæða. Innan
í ferhyrningnum verður opið svið, stráð sandi og útbúið
ýmsum leikfimisáhöldum til afnota þeim er vilja. Frá
skálanum gengur 100 álna löng bryggja í sjó fram, og á
henni tvö há rið með stökkfjölum til að stinga sér af til