Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 17
Prestarnir og játningarritin.
209
íþað séþví ekki annað en einföld hlýðnisskylda vorvið þessa
-vora andlegu móður, að taka þessari ráðstöfun með auð-
mýkt og undirgefni i þakklátri viðurkenningu þess, að
hún hafi þar viljað það eitt, sem hún, leidd af guðs
anda, vissi, að oss börnum sínum væri fyrir beztu. Þessari
skoðun er ef til vill ekki haldið beint fram, en hún skín
þó út úr orðum þeirra manna, sem halda vilja sem fast-
ast við játningahaftið. Og margur maðurinn er svo gott
barn móður sinnar, að hánn beygir sig í auðmýkt fyrir
þessari ráðstöfun.
En það er þó dálítið að athuga við allan þennan
hugsanaferil, svo fallegur sem hann kann að virðast og
kirkjulegur, og það er, að forsendur hans eru býsna veik-
ar. Vér getum auðvitað aldrei fullþakkað vorri andlegu
móður, kirkjunni, fyrir þá blessunarstrauma, sem hún,
eftir því sem aldir liðu fram, hefir veitt út til vor, barna
sinna. En þegar vér þökkum henni fyrir játningarritin
nð því leyti sem þau hafa verið notuð sem kenningar-
haft á prestana, þá beinum vér þakklætinu í ranga átt.
Kirkjan sem kirkja, á miklu minni þátt i innleiðslu og
lögfestingu játningarritanna, en alment er haldið.
Eg mintist áðan á uppruna fornkirkju-játninganna
þriggja, hversu uppruni þeirra reyndist nú við nákvæm-
ari rannsóknir að vera allur annar en um eitt tímaskeið
hefði verið haldið, — hversu engin þeirra bæri nafn sitt
með réttu, hversu engin þeirra yrði talin allsherjar-játning
kristilegrar kirkju. En gerum vér nú ráð fyrir, að t. a. m.
»játningin frá Xíkeu og Konstantínópel«, svo rangnefnd,
sem einna helzt ætti að geta talist allsherjar-játning, hefði
■verið löglega samþykt á einhverjum grískum kirkjufundi
af einhverjum grískum biskupum, meðfram neyddum til
þess af einhverjum hálfheiðnum eða að minsta. kosti litt-
kristnum keisara fyrir meira en 1500 árum, — hvaðan
ætti sá kirkjufundur að hafa heimildina til þess að binda
kirkjuna um fjölda ókominna alda við útlistanir sínar á
höfuðatriðum hinnar kristnu trúar'? Vérvitum auk þéssa,
að haldnir voru um sama tímaskeið fjöldi kirkjufunda,
14