Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 22
214
Prestarnir og játningarritin.
ingi, að lengra yrði ekki komist, og skal eg því snúa
mér að þeirri hlið málsins. —
3. Þegar litið er á efni og búning játningarritanna, fær
það ekki dulist, að svo merkileg sem þessi rit eru, þá
eru þau þó ófullkomin mannasmíði, sem i
flestu tilliti bera á sér fingraför sinna
t i m a.
Það gæti i fljótu bragði virzt lítt skiljanlegt hversu
rit þessi vaxa í áliti og gildí eftir því sem líður frá sið-
bótartímabilinu, sérstaklega þegar þess er gætt, hve fjarri
það var siðbótar-höfundunum sjálfum að eigna slikt gildi
sérjátningum sínum. En til þess eru þó harla eðlilegar
orsakir. Fyrst ber að nefna hin miklu umskifti, sem verða
við það, að algildi páfans dettur úr sögunni með siðbót-
inni. Meðan hin miklu ljós siðbótarinnar stóðu enn á
uppréttum fótum, var þetta þó ekki svo mjög tilfinnan-
legt, því að menn gátu leitað til þeirra með öll sín vafa-
mál, og gjörðu það líka. En þegar fram liðu stundir og
þessi ljós voru sloknuð,tóku hinir leiðandi menn kirkjunn-
ar, guðfræðingarnir sjálfir, að gjörast býsna sundur
mála í skoðunum sínum á ýmsum trúar- og kenningar-
atriðum; þá var það eðlilegt, að menn leituðu til rita sjálfra
siðbótar-höfundanna og þá einkum þeirra, sem stóðu í
nánustu sambandi við stofnun siðbótarkirkjunnar, til þess
að fá leyst úr vanda- og vafaspurningum sínum, það því
fi emur sem gjöra varð að sjálfsögðu ráð fyrir fullkom-
inni samhljóðun þeirra við guðs orð í heilagri ritningu.
Við þetta hlaut ritum þessum að vaxa álit, sérstaklega
þó þeim, sem ætla mátti, að hefðu að geyma steínuskrá
hinnar siðbættu kirkju. En svo bættist annað við, sem
ekki varð afdrifaminna í þessu tilliti: Kirkjan verður
ríkiskirkja og stjórnendur landanna æðstu biskupar hver
í sínu landi. Þegar nú til þess kom að skipa fyrir um
ýmis andleg mál kirkjunni viðkomandi, þurfti handhægr-
ar lögbókar til þess að fara eftir, svo góð regla mætti
haldast, og slika handhæga lögbók fundu stjórnendurnir
þar sem játningarritin voru. I þessu tilliti nutu þeir —