Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 56
248
Betur má ef duga skal.
spekinni ensku með heimspekinginn Locke i broddi fylk-
ingar. Englendingar höfðu alla jafna látið sér annara um
líkamsíþróttir en aðrar þjóðir álfunnar á niðurlægingar-
tímum leikfimirmar, og mun það einkum hafa verið að
þakka kynþáttunum norrænu, er hlandað höfðu hlóði við
þá þjóð, ekki sízt aðalsstéttinni normönsku; enda mun
óefað mega telja Englendinga þrekmestu þjóð nútímans.
Nú kemur öllum uppeldisfræðingum mentaþjóðanna
saman um, að leikfimin sé til þess kjörin, að endurreisa
hið horfna menningarjafnvægi kynþáttanna, að skapa
líkamsþrótt, er vera megi andlegu menningunni traust
bakhjarl, að vekja karlmenskuþor og lífslöngun, er vega
megi á móti kveifarskap og lífsleiða, sem löngum er sam-
fara ýmsri andlegri óhollustu, og loks til þess að glæða
fegurðarvit, hreinlætisást, samheldishug og samvinnugleði
hjá æskulýðnum.
Fyrir leikfiminni berjast nú allir þeir, er láta sér ant
um traustan þroska þjóðar sinnar. Og hún hefir þegar
orðið til ómetanlegs gagns. Þó getur enn að líta — jafn-
vel meðal hins upprennandi mentalýðs stórborganna, er
átt hefir kost á góðu uppeldi — helzt til mörg sorgleg
dæmi um úrkynjan og magnþrot fjölda kynþátta, unga
menn af svonefndum góðum ættum, er hengslast áfram
um æskuskeiðið, knjábognir, bringubrenglaðir og bjúgir í
herðum, fölir á kinnar, ástsjúkir i augum og öldungis
þrekvana og hirðulausir um að gegna skyldu sinni, ung-
menni, er telja sér það jafnvel sóma að svíkja sjálfa sig
og þjóð sína um undirbúning undir lífið, en láta sér nægja
að henda á lofti á torgum, veitingahúsum og lestrarstofum
sundurlausa »andríkis«-mola, er þeir hröngla saman í stað-
lausar sálir sínar — og þykjast mikilmenni af, er þeir geta
hreytt framan í menn einhverju af þeim ómelta rusla-
varningi. Sá hópur er glæsileg bráð fyrir andlega og
líkamlega farsýki, og glögt dæmi þess, að leikfimin á enn
mikið og torsótt verkefni fyrir höndum, áður en kynspill-
ingin er yfirbuguð og allur þorri ættleggjanna hefir náð