Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 3
Prestarnir og játningarritin.
195
línis sprotnar af ókirkjulegri sundrungaviðleitni, þá að
minsta kosti altof ótímabærar til þess að þeim væri að
nokkru sinnandi.
Sannleikurinn ersá, að hvergi hefir íhaldssemi manns-
andans fremur látið til sín taka en einmitt innan vébanda
kirkjunnar og trúarbragðanna, og skilningurinn á öllum
frelsiskröfum einstaklingnum til handa átt jafn erfitt upp-
dráttar og þar. Svo hefir þetta verið á öllum tímum og
er enn í dag í mörgu tilliti — einnig innan hinnar evan-
gelisku kirkju, sem eftir allri hugsjón sinni hefði einmitt
átt að verða heimkynni andlegs frelsis í öllum greinum
og þá ekki sízt í þeim efnum, sem hér ræðir um.
Því verður ekki neitað, að með siðbót Lúters ljómar
nýr dagur yfir kirkjunni, dagur, sem boðar frelsi frá
margra alda ánauð, sannfæringar- og samvizkufrelsi innan
kirkjunnar. En það er ekki kirkjunni að þakka, að sú
hin kirkjulega frelsishreyfing, sem Lúter hratt af stað,
kafnaði ekki í fæðingunni. Því að það fær ekki duli t.
neinum, sem þekkir sögu vorrar evangelisku kirkju, aö
mjög mikið af starfi hennar eftir daga Lúters miðar að
því að reisa skorður við því frelsi kirkjunni til handa,
sem Lúter barðist fyrir, og fer í ýmsu tilliti i öfuga átt
við það sem hann ætlaðist til í fyrstu. Ég segi í f y r s t u,
því að það fær ekki dulist, að sjálfur Lúter tekur í ýmsu
tilliti að gjörast »ólúterskur« með aldrinum og lendir þá
jafnvel í mótsögn við sínar eigin siðbótarfrumreglur.
Þessi staðreynd, svo skiljanleg sem hún er og afsakan-
leg, hefði þó ekki þurft að verða framþróun kirkjunnar
til meins, ef lærisveinum Lúters og sporgöngumönnum
hefði verið það ljóst frá byrjun, að siðbótin er verk hins
u n g a Lúters, sem í mörgu tilliti er nokkuð annar mað-
ur en hinn gamli Lúter. En þetta var eftirkomendum
Lúters ekki ljóst, og fyrir því gat lúterskan orðið að
»lútersku<, þ. e. kirkjulegri stefnu, sem fremur auðkend-
ist af anda ófrelsis og þröogsýni, en sönnum frelsis og
framsóknaranda, og hin evangeliska kirkja um langan
aldur fjarlægst svo hugsjón sína, að ekkert átti þar síður