Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 10
202
Prestarnir og játningarritin.
vegna er rangt að heitbinda prestana við þau í kenningu
sinni.
Menn tala yfirleitt svo sem játningarritin hafi upp-
haflega verið samin í þeim ákveðna tilgangi að vera það,
sem þau hafa orðið fyrir miður heppilega rás tímanna,
að þau séu í raun réttri verk hinnar heilögu almennu
kirkju, sem eftir fyrirheiti drottins leiðist af guðs anda
og að þau þess vegna hljóti að álítast engu síður óskeik-
ul rit en sjálf ritningin. Menn skoða því alment játning-
arritin svo sem helga dóma kirkjunnar, sem ekki megi
snerta, heilagan og ókrenkjanlegan arf, sem oss sé skylt
að varðveita og beygja oss fyrir í mikilli auðmýkt og
lotningu. Afleiðingin af þessu hefir þá líka orðið sú, að
játningarritin hafa í reyndinni orðið slíkir helgir dómar,
sem menn töluðu um með allri lotningu, en snertu ekki,
létu sér ekki einu sinni til hugar koma að kynna sér
flest þeirra. Því að sannleikurinn er þessi, að einungis
örlítill hluti þeirra manna, sem játa algildi þessara rita,
hefir nokkurn tíma augum litið önnur þeirra en fræði
Lúters, sem einnig hafa að geyma postullegu trúarjátn-
inguna, og þá oftast án þess að hafa hugmynd um að
þeim bæri slík tign, sem hér ræðir um. Það væri fróð-
legt að vita, hve margir menn hérá landi hafa lesið hin
'játningarritin, sem talin eru að gilda í vorri kirkju,
t. a. m. Agsborgar-játninguna, sem þó svo oft er talað
um í bókum og blöðum, að eg nú ekki nefni Níkeu- og
Atanasíusar-játningarnar svonefndu. Ég vil auðvitað ekki
gjöra stéttarbræðrum mínum í kirkju íslands rangt til, en
mér liggur þó við að efast um, að þeir hafi allir lesið
þessar játningar allar, sem þeir eru heitbundnir við sam-
kvæmt þeirri skuldbindingu, sem þeir hafa undirskrifað á
vígsludegi sínum1.
‘) Broslegur gjörist síra J. B. í „Sameinmgunni11 (jan. 1909 bls.
-325), er hann fer að vefengja það sem „litt hugsanlegt“ að Atanasíusar-
játningin „muni með öllu ókunn almenningi á Islandi11, af því að í Grall-
aranum gamla hafi þó staðið nálega orðrétt þýðing hinnar umræddu
játningar. Það er rétt eins og hann áliti, að Grallarinn sé enn í hvers