Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 61

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 61
Betur má ef duga skal. 253 skoðun, að íþróttir eígi þeir menn einir að stunda, sem sérstaklega eru til þess fallnir; þeir eigi að halda uppi heiðri þjóðar sinnar á því sviði, að sínu leyti eins og vísindamennirnir halda uppi sóma hennar í vísindum, skáldin í skáldskap, iðnaðarmenn i iðnaði, stjórnmálamenn í stjórnspeki. Þetta er einmitt fótakeflið, sem leikfimi Grikkja, og þar með þjóðþroski þeirra, féll svo hrapallega um. Það er ekki mælikvarðinn fyrir líkainsmenningu þjóðanna, hversu marga sigurvegara þær eiga á allsherjar- leikmótum, heldur hitt, hversu alúðlega íþróttirnar eru stundaðar af almenningi og hversu ríkan sess þær skipa í uppeldisfari þjóðarinnar. Leikfimin á ekki að vera ein- göngu atvinnugrein eða framastarf einstakra manna; það er aukageta; hún á að vera uppeldisgrein fyrir almenn- ing, þroskaráð þjóðinni í heild sinni. Og það er hún ekki hér á landi. Hún er hvorugt, hvorki uppeldisgrein að neinu ráði né atvinnugrein. Nei, við höfum verið blindir eigi einungis á uppeldis- gildi íþróttanna og heilnæmisgildi, heldur einnig á beina nytsemi þeirra í hinni daglegu baráttu fyrir lífinu. Glögt dæmi þess er sundkunnáttan hér á landi. »Land veit eg laugandi fót í löðrandi norðurhafsöldu«. Við erum flestir aldir upp við brimnið og sjómeti. Okkur er eins og bent til þess af náttúrunnar hálfu að verða bæði láðs og lagar dýr. Við heyjum lífsbaráttu okkar svo að segja jöfnum höndum á sjó og landi. Ægir tekur þjóð- inni óspart blóð ár eftir ár, svo að sáran svíður í undina eftir. Það er eins og hann sé að storka henni með þvi, hversu lítt hún hirðir um að stæla sig til baráttunnar við hann. Mönnum er auk þess kunnugt, að sund — eigi sízt í sjó — er einhver hin hollasta líkamshreyfing: það herðir og hreinsar húðina, gerir hana hæfari til að gegna ætlunar- verki sínu, því ætlunarverki, að stilla í hóf líkamshitan- um. Fötin, sem við dúðum okkur í, halda húðinni sí og æ jafnheitri, svo að húðvöðvarnir, sem til þess eru ætl- aðir að stilla í hóf hitanum, fá ekki að njóta sín og lin- ast þess vegna og ónýtast að lokum sakir aðgerðaleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.