Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 5

Skírnir - 01.01.1910, Page 5
TJm silfurverð og vaðmálsverð. o IJndir þetta mál renna nú fleiri stoðir, enn áður enn vjer greinum þær, skulum vjer flrst skíra frá því, sem menn hingað til hafa vitað um dirleikshlutfall silfurs og Ya&inála. Það er vanalega greint með því að segja hve margir 6 álna aurar eða lögaurar fáist firir eyri silfrs. Um 1280. þegar Jónsbók var samin, jafngilti 1 eirir af brendu, o: skíru, silfri 6 lögaurum (36 álnum), og var þá dírleikshlutfall brends silfurs og vaðmála I : 6 (Jónsb. Kaupab. 5. k.). Enn ef vjer förum lengra aftur í tímann, þá sjáum vjer, að dírleikshlutfallið var enn þá hærra á ofanverðri 11. öld. alla 12. öldina og framan af 13. öldinni, eða sem 1 : 71/*, þ. e. 7!/2 lögaurar eða 45.álnir vaðmála fengust > $ flrir 1 eiri af brendu silfri1). Og ef vjer förum enn lengra aftur í tímann, verður dírleikshlutfallið um 1000 og fram iflr miðja 11. öld enn þá hærra, eða sem 1:8, þ. e. 8 lög- aurar eða 48 álnir vaðmála jafngilda 1 eiri af brendu silfri2) Um sama leiti, þ. e. a. s. um árið 1000, var dir- leikshlutfall »lögsilfurs hins forna« við vaðmál sem 1 : 4, þ. e.: firir 1 eiri lögsilfurs fengust 4 lögaurar eða 24 álnir vaðmála3). Þessi dírleiksmunur á brendu silfri og lögsilfri stafar auðvitað af því, sem líka sjest á Grágás, að lög- 1) Grág. Kb. II 193. bls. Sthb. 61. bls. ísl. P.ornbrs. I 97.-98. og 165. bls. 2) Grág. Kb. I. 241. bls. II. 141. bls. Sthb. 88., 91. og 214. bls. 3) Þetta sjest á mjög merkilegri grein í Grág. Kb. II 192. bls. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur viljað vefengja þetta. Enn hið elsta fornskjal, sem til er á íslensku, skráin um rjett íslendinga í Noregi, sem Ólafr helgi gaf þeim, stiður frásögn Konungsbókar, og er sú skrá vottuð og svarin first af ísleifi biskupi og helstu mönnum honum samtíða, og síðan af Gizuri biskupi, Teiti hróður hans, Markúsi lögsögumanni o. El. merkum möunum á oianverðri 11. öld. Þar stendur, að landaurarnir, sem Islendingar guldu í Noregi, skildu vera „6 feldir og 6 álnir vað- máls eða '/s mörk silfurs“. Hver algengur feldur (vararfeldr) jafngilti 2 aurum eða 12 álnum vaðtnála (Grág. Kb. II. 192). Verða þá land- aurarnir = 12 —(— 1 == 13 aurar vaðmála, og það jafngildir */* mörk silfurs == 4 aurum silfurs. Verður þá dírleikshlutfallið 4 : 13 = 1 : 3'/4, og er það lægra enn i Kb.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.