Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 36

Skírnir - 01.01.1910, Page 36
36 Grláma. minna. Fjörðurinn er örmjór innan til og mjög aðkreptur, því fjöllin rísa bratt upp frá sjónum, svo undirlendi er ekkert nema örlítið inn af fjarðarbotninum, í hinni bug- dregnu fjallkverk, sem lykur um fjarðarbotninn. I efstu hjallabringunum upp af botnhvilftinni eru neðstu Grlámu- fannirnar og niður frá þeim steypast nokkrar hvítfyssandi smákvíslar, en yfir botnsveignum nokkru fyrir vestan hann miðjan gnæfir Há-Gláma við himin. Inst í firðinum eru grynningar nokkrar af framburði kvíslanna og útfiri talsvert, en svo snardýpkar og gengur fiskur alveg inn að marbakkanum; er þar stundum hlaðfiski, og svo var nú. A Botni, ofurlitlu koti við fjarðarbotninn, er snoturt, ef bygging væri í lagi. Bærinn stendur á sléttum bala og inn frá honum fram með kvíslunum eru sléttar starungsengjar, en inst í dalhvilftinni eru raklendir birkirunnar og milli þeirra brokdokkir og strjálingur af smávíði. Þegar ofar kemur hverfur þessi gróður brátt. Það er sannarlega enginn gæðavegur upp úr Dýra- fjarðarbotninum. Hver hamrahjallinn tekur við af öðrum og gróður fer æ minkandi. Á neðri hjöllunum eru sum- staðar smá-starungsblettir við læki og umhverfis dýja- vætur, en efstu hjallarnir eru nálega gróðurlausir. Þegar hjöllunum sleppir, taka við stórgrýttar urðaröldur með tjarnapollum á milli eða stórum holurðarflákum, sem snjór liggur á fram eftir sumri, en er nú leystur nema á stöku stað. Er svo alla leið upp á Glámu. Eg hafði búist við að geta farið á jökli þegar upp eftir kæmi, en því var ekki að heilsa. Fannirnar voru svo smáar og langt á milli þeirra, að ekki var unt að þræða eftir peim, svo við urðum að klöngrast yfir einlægar holurðir. Var það hin mesta glæfraför. Lá við sjálft að við snerum aftur, en mér sýndist alt af svo skamt eftir ófarið, að mér þótti ilt að hverfa frá, enda lítið betra að komast niður aftur. En þau drógu undir sig urðahöllin þar upp eftir, eða þar »neðan«, eins og Vestfirðingar segja. Loks náðum við þó Há-Glámu heilir á húfi með hestana óskemda.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.