Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1910, Síða 46

Skírnir - 01.01.1910, Síða 46
46 G-óður fengur. Jón þorði ekki að fara nær; hann spenti gikkinn. Selurinn leit við; Jón sá gráa kampana strjúkast eftir ísnum — of likil áhætta að skjóta beint framan í hann, hann varð að bíða eftir vanganum. Selurinn klappaði saman hreif- unum og teygði upp hálsinn — nú sneri hann sér við. — Jón fann ekki að byssan ýtti við öxlinni á honum, en hann sá að selurinn hentist til við skotið og höfuðið hné niður. — Hann hljóp fram á skörina, þreif hnífinn sinn upp úr vasanum, greip í kampana og skar þverskurð yfir hálsinn. Lifrautt blóðið fossaði úr sárinu; það bræddi undan sér og rann í smálækjum niður í ána. Jón aðgætti skotið; það voru tvö haglaför á hálsinum og eitt í hnakk- anum; hann stakk hnífsoddinum inn í farið; haglið hafði gengið inn úr kúpunni. »Þetta gat gamla byssan ennþá«. Skuggi var kominn niður á skörina, hann hafði mest gaman af fuglum, en sleikti þó blóðið til málamynda. Jón dró heljarmikið snæri upp úr vasanum, stakk því upp í selinn og út um sáropið; hann velti selnum á bakið, til þess að sáropið skyldi ekki rekast í, tvívafði snærinu utan um vetlingana og brá því yfir öxlina — það teygðist úr dauð- um hálsinum. Svo rann selurinn eftir fönninni. Það var enginn úti, þegar Jón kom í hlaðið; hann hafði farið sem mest eftir lægðunum, til þess að hann skyldi ekki sjást heiman að. »Er Stjáni litli inni?» kallaði hann inn í göngin, »segðu mömmu þinni að eg sé kominn með kindina«. Jón tók af sér húfuna og þurkaði af sér svitann með vetlingunum. Björg kom fram í göngin. »Eg var orðin hrædd um að þér hefði hlekst eitthvað á, skelfing hefurðu verið lengi <. »Hvernig líður Rúnu?« spurði Jón. »Hún er miklu skárri; eg er búin að hátta hana«. Björg var komin út í dyr. — »Ja, hérna maður, hvaða feikna skepna er þetta! Komið þið út, krakkar!«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.