Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 53

Skírnir - 01.01.1910, Side 53
Holdsveikissaga. 53 geti. Sýsluraenn eigi að annast það, að fátæklingarnir verði fluttir innan sýslu, úr einum stað í annan, sam- kvæmt íslenzkum lögum og gamalli venju. í þessum bréfum er að vísu ekki beinlínis n e f n d holdsveiki. Heldur er þar talað um »hina fátæku« og »sjúku«. En það kemur oft fyrir í bréfum spítalanna, bæði hér á landi og annarsstaðar, að svo óákveðið er komist að orði, þótt auðsætt sé, að átt sé við holdsveika. Valið á spítalajörðum, sem er svipað eins og hundrað ár- um seinna, ein í hverjum fjórðungi, bendir tg í sömu átt. Þótt ekkert yrði úr því, að einangrunarspítalar yrðu settir á stofn í þetta skifti, reka menn sig við og við á ákvæði og bréf um holdsveikina. Þannig var samþykt ordinantia um hjónabönd, »hjóna- bandsai'tikular«J 1587 10). Samkvæmt þeim var það ekki talin skiinaðarsök, þótt annað hjóna fengi franzós eða holdsveiki í hjónabandinu. Það áttu þau að bera með þolinmæði eins og hvern annan kross, sem drottinn legði þeim á herðar. Hins vegar var það skilnaðarsök, ef ann- að þeirra var orðið holdsveikt áður enþað giftist, en hefði leynt því og svo sýkt hitt. Nokkrum árum siðar, 1593, fær Jón lögrnaður Jóng- son frá Svalbarði u) bréf frá ríkisráði Dana, svar npp á bænarskrá sína. Lögmaður hafði meðal annars minst á B^ssastaðasamþyktina og tillögurnar þar um stofnun spítal- anna, að Kristján þriðji hefði lofað að samþykkja þær, að þær hefðu t v i s v a r verið sendar syni hans, Friðriki öðruni, í fullu trausti um staðfestingu konungs. En hvernig sem á því stæði, hefði engin úrlausn þeirra mála fengist né svar, og stæði því alt þetta aðgjörðalaust. Mæltist iögmaður til, að hinar umræddu jarðir yrðu samþyktar og staðfestar »að verða og bliffa til hospitala þar i landinu«. Ríkisstjórnin vísaði málínu til herradagsins, en lofaði svo greiðu svari. Það er auðséð á öllu, að samþykki heflr ekki fengist. Enn þá liðu um 60 ár áður en konungur uppfylti þessa bæn Islendinga; það var ekki fyr en um miðja 17. öld.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.