Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 57

Skírnir - 01.01.1910, Side 57
Holdsveikissaga. 5T ákveða lögmenn með lögrétturaönnum, að greiða skuli af hverjum fiskibát, sem gengur til sjávar, á ári hverju ákveðinn dag einn hlut eða, ef ekki gefur, þá fyrsta dag á eftir sem gefur. Þetta voru hinir svo nefndu hospítalshlutir; voru þeir illa þokkaðir og komu ranglega niður á gjaldendum landsins, en voru þó greiddir fram yfir miðja 19. öld, oft sviksamlega, sem seinna verð- ur vikið að. Forlagseyri, 3V2 hundrað á landvísu með karlmanni, en 2x/2 hundr. með kvenmanni, voru hrepp- arnir skyldir að greiða með þeim fátæklingum, sem fóru í spítalana, en voru svo efnalausir, að þeir gátu ekki lagt neinn forlagseyri með sér, og höfðu ekkert fram- færi annað en hreppana, enda má eigi taka þá framar úr spítölunum. Ef hinir vanfæru eiga nokkrar eignir sjálfir, leggist það með þeim til spítalanna. — Ef d æ m d i r ómagar koma þar inn, þá leggi þeirra frændur, sem að lögum eiga þá fram að færa, fullan forlagseyri eftir samningi við »spítalaforstandarann«. Biskuparnir leituðu gjafa til spítalanna, einkum hjá sýslumönnum og prestum, og safnaðisl nokkuð fé á þann hátt, en eigi allmikið. Mest gáfu biskuparnir, 5 hundruð hvor, og Brynjólfur biskup 1 hundrað í ársgjald. Gjafirnar úr Hólabiskupsdæmi segir Espólín að hafi verið 20 hundr. og einn kapall. Nokkru meiri munu þær hafa orðið í Skálholtsbiskupsdæmi. Þannig var þá svo komið, að holdsveikisspítala skyldi reisa. Jarðirnar voru fengnar og tekjur lögákveðnar, þótt óvissar væru að ýmsu leyti. Þeir umsjónarmennirnir syðra, meistarí Brynjólfur og Arni lögmaður Oddsson, urðu eigi alls kostar á eitt sáttir um það, hvenœr taka skyldi sjúklinga inn á spítalajarð- irnar. í bréfabókum Brynjólfs biskups16) eru nokkur bréf, sem farið hafa á milli þeirra sumarið og haustið 1652. Biskup vildi útvega ráðsmenn frá fardögum 1653, láta þá innheimta tekjur spítalanna, annast um spítala-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.