Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 72

Skírnir - 01.01.1910, Page 72
72 TJm loftfarir. til hjálpar við lendingu, loftþyngdarmæli, til þess að á- kveða hve hátt hann kæmist, hitamæli o. s. frv. Þegar hann hafði þannig séð sér fyrir öllum þessum áhöldum og útbúnaði, sem síðan er.talið til hins allra-nauðsynlegasta til loftferða, komst hann 3400 stikur í loft upp og gat verið lengi í lofti. Nú breiddist loftfaraáhuginn út um alt, eins og eldur í sinu, og þegar árið eftir höfðu 50 manns, karlar og konur, reynt sig á loftförum. Arið 1785 fór maður, sem Blanchard hét, loftför yfir Ermarsund með Dr. Jeffries, lækni frá Vesturheimi. Þeir höfðu stofnað til ferðarinnar með allmiklu yfirlæti, en rötuðu í mestu vandræði og komust nauðulega af. Rozier, sá er fyr var getið, vildi nú ekki verða minni. Hann steypti saman aðferðum þeirra Montgolfier og Charles’s, ætlaði að bæta sér upp vetnið, sem sí- aðist út um belginn með því að hafa neðan við hann hólk með heitu lofti. Charles og öðrum, sem vit höfðu á, þótti þetta óráð, og vöruðu hann við því, að vera með eld svo nálægt vetninu. Hann skevtti því engu, og lét í loft upp 16. jan. 1785. En svo fór, að loftfarið sprakk og hann týndist. Hann hafði orðið til þess fyrstur manna, svo að menn viti með vissu, að reyna þessa nýju íþrótt, og hann lét líka fyrstur lífið fyrir hana. öðrum sem reyndu þessa aðferð tókst litlu betur, og eftir þetta liðu svo langir tímar, að mönnum fór nauða- lítið fram i loftsiglingum. Þeir kunnu að hækka og lækka loftförin, en þau rak ætíð undan vindi, og varð þeim eigi stýrt, nema einhver væri niðri á jörðinni, sem hefði þau í taumi. Margar tilraunir voru gerðar til þess að stýra þeim, en ekkert kom að haldi, nema hvað reyndir og gieindir loftfarar gátu hjálpað sér dálítið með því að leita uppi hentuga loftstrauma, því að þeir liggja einatt á mis- víxl, hvor uppi yfir öðrum, i loftinu. Þrátt fyrir þetta urðu þó loftfarirnar að talsverðu gagni, þegar á þessu skeiði, bæði til vísindalegra rannsókna í háloftinu, og svo í hernaði. Af þeim sem fengust við loftfarir i þarfir vísindanna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.