Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 10

Skírnir - 01.04.1910, Side 10
106 Björnstjerne Björnson. á bresta hjá skáldum þeim, er lýstu sveitalífmu í Noregi. I>á voru og kvæði þau og stökur, er dreift var til og frá um sögurnar, hreinir gimsteinar að fegurð, enda þykir sýnt og sannað, að meiri ljóðsnillingur hafi eigi lifað með Norðmönnum en Björnson, hvað sem öðrum ritum hans líður. Árið 1857 var hann ráðinn leiðbeinandi við leikhúsið í Björgvin og tók til óspiltra málanna að koma því í lag. En eigi lét hann sér það nægja, því hann var áhuga- og starfsmaður hinn mesti. Gerðist hann jafnframt ritstjóri blaðsins »Bergensposten« og þótti heldur uppvöðslu- og umsvifamikill. Gekk hann berserksgang í þjónustu vinstri- manna í kosningahríð þeirri, er þá fór í hönd, og réði að sögn mestu um úrslit kosninga þar um slóðir. Gerðist hann miðlungi vinsæll af þessum afskiftum sínum, enda lilífðist hann eigi við mótstöðumenn sína, og urðu þau úrslit, að hann varð að fara frá leikhúsinu. I Björgvin kvongaðist hann leikmeyjunni Karólínu Reimers 1858, og varð hjónaband þeirra hið ástúðlegasta, sem ráða má að nokkru af kvæðum hans. Á sama ári gaf hann út skáldsöguna »Árni«. Hélt hann nú til Kristjaníu og tók að sér ritstjórnarstörf, en svo harðleikinn þótti hann og ofsafenginn í deilum sínum, að til vandræða horfði með honum og samverkamönnum hans og eigendum blaðsins, og varð hann að láta af því starfi eftir nokkra mánuði. Hann var eins og fieiri landar hans um þessar mund- ir sáróánægður með ástandið heima fyrir, þótti þröngt um sig og dimt í smáþjarkinu og flokkadeilunum, enda heflr það aidrei þótt heatugur jarðvegur fyrir skáldskap og fagrar listir. Undan eigin hjartarótum voru hendingarn- ar runnar, er hann leggur Árna sínum í munn: Ut vil eg, út vil eg undralangt upp yfir fjöllin háu. Hér er svo þreytandi, þröngt og strangt. Og út fór hann, út úr deilunum og flokkadráttunum, út úr svælunni og sóttkveykjuloftinu heima fyrir, út í sól- skinsheim listarinnar. Hann sótti um ferðastyrk, — 1000

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.