Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 25

Skírnir - 01.04.1910, Page 25
Daði Níelsson „fróði“. 121 að búa, því svo sagði hann sjálfur síðar við kunningja sína, »að þegar hann hefði haft nytsama bók í barmi sín- um, þá hefði sér fundist að hvorki kuldi né sultur mætti eins sigra sig*.1) Eftir 1830 virðast kjör hans hafa batnað nokkuð, svo hann fekk meira ráðrúm og tóm til að gefa sig við bók- iðnum. Tók nú að vakna hjá honum sjálfum löngun til að semja eitthvað eða taka saman. Mun hann fyrst hafa komið sér niður á að taka saman a n n á 1, en það þótti þá einna næst hendi fyrir alþýðumenn, því héraðs og landsfréttum áttu flestir kost á að einhverju leyti, og þarft verk mátti það telja á fyrri öldum, áður fréttablöðin komu til sögunnar, að skrásetja jafnótt viðburði þá er gerðust, og víst mundi seinni alda saga vor stórum mun fáskrúð- ugri en hún er, ef eigi hefðu ýmsir rnenn bæði af alþýðu- og mentastétt orðið til að rita annála. Daði byrjar annál sinn með öldinni (1801), og hélt honum fram til ársins 1835, svo að annállinn fjallar mest um við- burði, er gerðust fyrir dag eða minni Daða. Hefir hann þó eflaust hugsað sér upphaflega að halda honum lengur fram. En ástæðuna til þess að hann hætti við annálinn og lét hér við sitja tilgreinir hann sjálfur í lok annálsins raeð þessum orðum: »Eg veit mörg dæmi til, er líka sjálfur þar um sannfærður, hversu varúðarvert er að reiða sig á flugufregnir og ýmsra sögusagnir, ef áreið- anlegar frásagnir rita skal, og þar sem mér verður mjög erfltt að fá hjálparmeðul til að halda þessu frásagna- ágripi fram, og get engan veginn vissu fengið um svo margbrotna en þó smáa tilburði, er hér á landi ske frá- sagnarverðir, þá tek eg það ráð, er eg við fyrstu að- gæzlu sé hentugast vera, sem er að hætta og láta við svo búið standa. Bið eg góða menn vel virða og færa í lagið þar sem þess þarf, sem eg játa að víða vera kunni. Mun eg svo ekki lengur fram halda þessum ófullkomnu, ‘) Jón Borgf. í ísafold YIII, nr. 2.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.