Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 49

Skírnir - 01.04.1910, Page 49
Holdsveikissaga. 145 Um 18000 manna er sagt að dáið hafi í bólusóttinni, en fólksfjöldinn var 50400 árið 1703. Hve margir íbúar landsins voru orðnir 1714, vita menn ekki, og því er ómögu- legt að fá áreiðanlega vissu fyrir því, hvort getgáta bisk- ups sé rétt, því hugsast gæti, að þessi guðsmaður hefði gjört sig sekan í sörnu breiskleikasyndinni, sem marga aðra sæmdarmenn hefir hent: að ýkja máli sínu til stuðnings, því það er auðséð, að hann hefði helzt kosið að spítölun- um væri lokað. Jón Arnason (biskup 1722—43) var bæði einbeittur, rétt- látur og hagsýnn. Hann lét sér mjög antum að bæta fjárhag spítalanna, sem hann tók við í mesta óstandi af fyrirrenn- urum sinum. Sýndi hann enga vægð í innheimtu löglegra gjalda til þeirra, svo sem spítalahluta, sekta og leyfisbréfa- gjalda. Eins hafði hann nákvæmar gætur á ráðsmensku spítalahaldaranna, gekk ríkt eftir reikningum frá þeim og var harður í horn að taka, ef misbrestur var á eða eitt- hvað var aðfinsluvert, og rak þá reikningana til baka. Þetta gjörði hann án manngreinarálits, var engu mildari sýslumönnum, eins og Jóni Isleifssyni, eða venzlamönnum, svo sem mági sínum síra Einari Hdlfddnarsyni, sem báðir voru spítalaráðsmenn á Hörgslandi í hans tíð, heldur en óbrotnum bændum. Biskup bjó jafnan til yfirlit yfir fjárhag spítalanna sjálfur og tók það með til alþingis til þess, að lögmaður og amtmaður gætu samþykt þá, og ef það drógst um of, var hann ómjúkur í orðum til þeirra. Þannig segir hann í bréfi til Pdls Vídalíns (8/6 1726): Mér er næst skapi að kvarta um undandrátt þeirrar að stoðar, sem eg hefi vænt eftir hjá yður, hr. lögmann, í því að veita forsjón með ráð og dáð Klausturhóla- og Hörgs- landshospítölum. Eg meinti að sú mæða ætti ekki að liggja á mér einum. Sjálfur hr. lögmaðurinn veit, hvaða assist- ance hann hefir mér veitt í þeirri umhyggju síðanegkom til stólsins. —------Eg sendi hospitalsreikningana í fyrra hr. amtmanninum, hverja hann hafði hjá sér fram undir alþingi, vildi ekki skrifa upp á þá fyr en þér hefðuð 10

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.