Skírnir - 01.04.1913, Page 1
Um jarðarfarir, bálfarir
og trúna á annað líf.
Eftir
G. Björnsson.
(Alþýðufyrirlestur i Reykjayik 15. desember 1912).
Alexander died, Alexander was buried, Alexander
retnrneth in to dnst; tke dnst is earth; of eartk we
make loam: And why of that loam, whereto he
was oonverted, might they not stop a beer-barrel ?
H a m 1 e t.
Ýmsir góðir menn hafa þrásinnis mælst til þess, að
eg gengist fyrir líkbrenslu hér á landi. Og ýmsir beztu
prestarnir hafa margbeðið mig að reyna til að ráða hót á
því, sem þeir telja heimskulegt og óholt í útfararsiðum
okkar. I Þorlákssögu helga segir svo, að »guð hefir til-
sett lækna, at þeir skulu stundum mega at Drottins vilja
með skömmum sárleikum stöðva löng óhegindi*.
En eg hefi lengi hikað mér við þessu læknisverki.
Þetta er afarerfitt mál, eitt allra-erfiðasta viðfangsefni holl-
ustufræðinnar.
Hollustufræðin segir: Lík eru hættuleg, þau eru
óhrein; oft eru þau sóttmenguð, og öll rotna þau von
bráðar. Þessvegna á ekki að handfjatla þau að óþörfu;
það á að flytja þau tafarlaust burt af heimilinu í lokaðri
trékistu, og það á að jarða þau strax, fjarri mannabú-
stöðum; enhollaster þó að brenna þau, því að þá er girt
fyrir alla hættu af sóttkveikjum og rotnunareitrum.
En meðferðin er, eins og þið vitið, alt önnur. Líkin
7