Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 2

Skírnir - 01.04.1913, Page 2
98 Um jarðarfarir, bálfarir og tnina á annað lif. eru handleikin mjög óvarlega, þvegin og greidd og klædd og geymd í heimahúsum viku til hálfan mánuð. Og þau eru ekki brend, heldur jörðuð með feikilegri viðhöfn rétt hjá mannabýlum. Þessum útfararsiðum fylgir megn óhollusta, sár harmakvö 1 fyrir ástvini, er eftir lifa, og g e i p i - legur kostnaður, þungbær skatturáefnalitla aðila, ofan á allan legukostnaðinn. Hér lézt í sumar bóndi úr sveit. Þess var beiðst, að útför hans yrði gerð sómasamleg, án óþarfs kostnaðar. Hagsýnn og ráðvandur maður annaðist útförina. Hún kostaði 70 kr. og 10 aura. En »sómasamleg« útför eins meðalborgara í Reykjavík, með legsteini í ofanálag, kost- ar miklu meira, í minsta lagi 200—300 kr. Eg veit vel, að sumir segja að þessir útfararsiðir séu einber hégómi — það eigi að brenna líkin og hafa sem minsta viðhöfnina. En hvernig gengur? I öðrum lönd- um er mannsaldur síðan bálstofur voru reistar, en þeir eru enn nauðafáir af öllum fjöldanum, sem brendir eru; þeim nýja sið miðar seint áfram, og það er e k k i kostn- aðinum að kenna. Líkofn kostar 6—7 þús. kr. Til að hita ofninn og brenna eitt lík fara ekki nema 600 pund af koxi, sem eru 7 — 8 kr. virði hér í bæ. Það er alt og sumt, eldsneyti fyrir 7—8 kr. Likin eru ekki lát- á eldinn, heldur er kistunni skotið inn í múrklefa; er þangað hleypt logheitu lofti, 800—1000 °C; við þann hita brenna líkin upp til agna á 1—2 tímum, jafnt bein sem hold. Þegar upp er lokið, er ekki annað að sjá en litla hrúgu af smágerri, hvítri ösku, engin hálfbrunnin bein, alt orðið að ösku. Ef líkið vegur 100 pd., þá vegur ask- an rúm 3 pd. Séu fleiri lík brend samdægurs, verður elds- neytiskostnaðurínn enn minni. — Hverju er það þá að kenna að bálfarir ná ekki hylli manna? Það hefi eg verið að athuga og fundið ótvírætt, að það er trúnni að kenna. Það er trúin, trúiná annað lif; hún hefir frá aldaöðli verið völd að því, að alt öðruvísi er farið með dauða manns-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.