Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 4

Skírnir - 01.04.1913, Page 4
100 Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. legt, að trúin á annað líf sé sprottin af draumalífi mannsins. Mig dreymir að eg sé kominn norður í land, sé þar á reið á Stjarna mín- um, í mínum yenjulegu reiðfötum; eg hitti þar ýmsa af ykkur, eg hitti ókunna menn, sem eg hefi aldrei séð, eg hitti menn, sem eg veit að eru dauðir, og þeir, sem eg hitti, aðhafast margt, sem mönnum er annars ofvaxið, og segja mér margt mjög merkilegt. Og sjálfur er eg alt í einu orðinn meiri máttar en vant er; eg get flogið, liðið um loftið eins og fugl. Eg lít á klukkuna mína — þessa sem þið sjáið — sé að hún er margt, hrekk við, hrekk upp, vakna — hérna heima i rúmi mínu á Amtmannsstíg nr. 1. Eg vakna á vinstri hlið, en sofnaði á hægri; eg sofnaði saddur, en vakna svangur. Og svo fer eg að þenkja og álykta. Og þetta er í rauninni auðsætt: Eg hefi dottið í tvent meðan eg svaf. Andi minn heflr verið fyrir norðan í anda fata minna með anda klukkunnar á anda hestsins, hitt þar anda annara manna og líka dauðra manna. En likami minn — eg sjálfur — hefi legið í dái á meðan, en þó ekki eins og steinn, hann hefir bylt sér, hann hefir verið lifandi líka. Draumarnir sýna mér ljóslega, að allir hlutir eru eins og eg — hafa anda eða sál. Og þeir sýna mér að andar dauðra manna eru til eftir dauðann, þeir sýna mér að dauðinn er ekki annað en viðvarandi svefn, hinsti svefninn, viðvarandi aðskiln- aður anda og líkama. Þó að maðurinn deyi, lifir andi hans, eins og andi sofanda manns, og líkami hans lifir líka, en mókir líkt og líkami sofanda manns, en 3vefninn er bara þyngri — hann steinsefur — það er dauðasvefn. En eins og eg get stundum gengið í svefninum, þó andi minn sé annarsstaðar, og enda gengið þar sem mér er ekki fært í vöku, eins getur maðurinn gengið í dauðasvefnin- um, þó andi hans sé hvergi nærri, og orðið margs valdur. Hann getur farið að ganga — aftur. En komist andi dauðs manns inn í líkama hans aftur, þá rís hann upp frá dauðum, likt og maður, sem vaknar upp úr svefni; þá er hann aftur maður í heilu liki. Bara að þeir búi nú

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.