Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 9

Skírnir - 01.04.1913, Page 9
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. 105 sjálfur hefði legið kyr í haugnum; það var öllum ljóst. Svona var trúin. í Eglu segir, að Egill reið eitt sinn að heiman og skildi við föður sinn í styttingi; karlinn Skallagrímur þótt- ist seint fá fé það, er Aðalsteinn konungur hafði sent honum í sonarbætur. Þegar Egill var riðinn að heiman, fór Skallagrímur með silfur sitt alt í kistu og eirkatli og sökti því í keldu eina. »Skallagrímr kom heim um mið- nættisskeið ok gekk þá til rúms síns, ok lagðist niðr í klæðum sínum, enn um morgininn, er lýsti, ok menn klæddust, þá sat Skallagrímr fram á stokk, ok var þá andaðr ok svá stirðr, at menn fengu hvergi rétt hann né hafit ok var alls við leitat. Þá var hesti skotit undir einn mann. Hleypti sá sem ákafligast, til þess er hann kom á Lambastaði. Gekk hann þegar á fund Egils ok segir hon- um þessi tíðendi. Þá tók Egill vápn sín ok klæði ok reið heim til Borgar um kveldit, ok þegar hann hafði af baki stigit, gekk hann inn ok í skot, er var um eldahúsit, enn dyrr váru fram ór skotinu at setum innanverðum. Gekk Egill fram í setit ok tók í herðar Skallagrími ok kneikti hann aftr á bak, lagði hann niðr í setit ok veitti honum þá nábjargir. Þá bað Egill taka graftól ok brjóta vegginn fyrir sunnan, ok er þat var gert, þá tók Egill undir höfða- hlut Skallagrími, enn aðrir tóku fótahlutinn. Báru þeir hann um þvert húsit ok svá út í gegnum vegginn, þar er áðr var brotinn. Báru þeir hann þá í hríðinni ofan í Naustanes. Var þar tjaldat yfir um nóttina. Enn um morgininn, at fióði, var lagðr Skallagrímr í skip ok róit með hann út til Digraness. Lét Egill þar gera haug á framanverðu nesinu. Var þar í lagðr Skallagrímr ok hestr hans ok vápn hans ok smíðatól. Ekki er þess getit, at lausafé væri lagt í haug hjá honum. Egill tók þar við arfi, löndum ok lausum aurum«. Þetta gerðist 934. Hér er tvílifistrúin svo glögg og greinileg, sem frek- ast má verða. Skallagrímur situr fram á stokk, og er andaður, iifandi andi hans er farinn til Heljar; en Skalia- grímur hinn, »hann sjálfur«, situr eftir; hann hrærist ekki,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.