Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 11

Skírnir - 01.04.1913, Page 11
Um jarðarfarir, b&lfarir og trúna á annað lif. 107 stóð uppi eina nótt, og að öllum líkum hefir verið vakað yfir honum. Þetta var siðurinn, góður siður. Hann var smiður mikill; fyrir því fekk hann smíðatól sín með sér, en ekki lausafé, Egill var nízkari en svo, enda hafði gamli Grímur sjálfur falið fé sitt. Þess ber vel að gæta, að sá andaði maður er rekinn af heimili sínu og sviftur mestöllum eigum sínum, fær minst af þeim með sér. Það er þvi ekki að furða, þó að þeim standi stuggur af honum, sem hafa þetta í frammi við hann. Loks er að nefna Þórólf Bægifót; hann varð líka bráð- kvaddur (seint á 10. öld), segir í Eyrbyggju, og Arnkell goði, sonur hans, fór alveg eins að og Egill á Borg. En Bægifótur í haug var þeim mun verri en Skallagrímur, að hann gekk aftur og drap bæði menn og fé. Þá fór Arn- kell til við marga menn og braut dysina »ok finna (þeir) Þórólf þar ófúinn ok var hann nú enn illilegasti*. Þeir færðu hann nú í einn lítinn höfða, dysjuðu hann þar og »lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðan fyrir ofan dysina, svá hávan, at eigi komst yfir nema fugl fljúgandi«. Lá Þórólfur þar kyr meðan Arnkell lifði. En er Arnkell var fallinn, fór Þórólfur aftur á kreik og gerð- ist mesti meinvættur. Þá fór til Þóroddur bóndi í Alfta- firði og rauf dysina Þórólfs á ný; »var hann þá enn ófú- inn ok hinn tröllslegasti at sjá; hann var blár sem hel ok digr sem naut«. Nú var hann brendur »ok fauk askan víða, en þeirri ösku, er þeir máttu, sköruðu þeir á sjó út«. Þá var Þórólfi lokið, en askan gekk þó aftur, í nautslíki, og varð faðir að graðungnum Glæsi, sem að lok- um banaði Þóroddi bónda. Það eru til ótal dæmi því til sönnunar, að þeir sem ganga aftur, þeir fúna ekki, en hinir, sem liggja kyrrir, fá legusár og holdfúa inn að beini. Sú trú hefir haldist fram á okkar daga. Jafnt í heiðnum sem kristnum sið hefir eldurinn verið eina örugga ráðið til að vinna á aft- urgöngum að fullu, til að drepa þær, en þó hefir jafnan verið vandfarið nleð öskuna. Menn kunnu önnur ráð; það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.