Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 13
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf. 109 sjaldan minst á afturgöngur. Það voru'*einkum beztu og heilögustu mennirnir, sem gengu aftur, og fór þá sem fyrri, að þeir fúnuðu ekki. Ólafur helgi féll á Stiklastöðum. Þeir feðgar Þorgils Álmuson og Grímur fundu lík kon- ungs í valnum, þvoðu það og sveipuðu og fólu, komu því síðar í kistu og fluttu til Þrándheims og grófu á laun í sandinum við ána Nið. Eftir 12 mánuði og 5 nætur frá falli konungs var kistan tekin upp úr sandinum; fanst »dýrligr ilmr« úr kistunni, þegar upp var lokið; »var hvergi brugðit ásjón hans, litr og roði i kinnum, sem þá mundi, er hann væri nýsofnaðr; en á því fundu menn mik- inn mun, er séð höfðu Ólaf konung, þá er hann féll, at síðan hafði vaxit hár hans ok negl, því næst, sem þá mundi, ef hann hefði lífs verit h é r í heimi þá alla stund, síðan er hann féll«. Nú var hann skrínlagður. Hér höfum við tvílífistrúna i allri sinni dýrð. Þörarinn loftunga talar í einu kvæði sínu um Ólaf í himnaríki, og rétt á eftir í öðru erindi um Ólaf í Þrándheimi: „Þar svo hann með heilu liggr lofsæll gramr líki sínu“. Og nú fara þeir báðir að gera kraftaverk, bæði Ólafur í Himnaríki og Ólafur í Þrándheimi; og oft er mjög erfitt að sjá hver Ólafurinn það er í það og það sinnið. öll trúhrögð eru ruglingsleg og full af mótsögnum. Það er þeim heimilt. Tvílífistrúin er lika fádæma ruglingsleg. Tvískiftingarnir, t. d. Ólafur andi og Ólafur sofandi, rugl- ast iðulega saman í hugum manna. Andinn verður meira eða minna holdlegur, líkið (sofandinn) meira eða minna andlegt. Þessa verða menn vel að gæta, er menn lesa fornsögur og þjóðsögur. Útfararsiðirnir voru að ýmsu leyti öðru vísi hér á landi í kaþólskri tíð en nú á dögum. Líkið var þvegið, sveipað líkblæju og saumað að því; nábjargir voru veitt- ar, eins og áður. Svo var líkið lagt á börur, líkbörur, og borið til kirkju, eða flutt á hesti eða skipi, og grafið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.