Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 13
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf.
109
sjaldan minst á afturgöngur. Það voru'*einkum beztu og
heilögustu mennirnir, sem gengu aftur, og fór þá sem fyrri,
að þeir fúnuðu ekki. Ólafur helgi féll á Stiklastöðum.
Þeir feðgar Þorgils Álmuson og Grímur fundu lík kon-
ungs í valnum, þvoðu það og sveipuðu og fólu, komu því
síðar í kistu og fluttu til Þrándheims og grófu á laun í
sandinum við ána Nið. Eftir 12 mánuði og 5 nætur frá
falli konungs var kistan tekin upp úr sandinum; fanst
»dýrligr ilmr« úr kistunni, þegar upp var lokið; »var
hvergi brugðit ásjón hans, litr og roði i kinnum, sem þá
mundi, er hann væri nýsofnaðr; en á því fundu menn mik-
inn mun, er séð höfðu Ólaf konung, þá er hann féll, at
síðan hafði vaxit hár hans ok negl, því næst, sem þá mundi,
ef hann hefði lífs verit h é r í heimi þá alla stund, síðan
er hann féll«. Nú var hann skrínlagður. Hér höfum við
tvílífistrúna i allri sinni dýrð. Þörarinn loftunga talar í
einu kvæði sínu um Ólaf í himnaríki, og rétt á eftir í
öðru erindi um Ólaf í Þrándheimi:
„Þar svo hann
með heilu liggr
lofsæll gramr
líki sínu“.
Og nú fara þeir báðir að gera kraftaverk, bæði Ólafur í
Himnaríki og Ólafur í Þrándheimi; og oft er mjög erfitt
að sjá hver Ólafurinn það er í það og það sinnið. öll
trúhrögð eru ruglingsleg og full af mótsögnum. Það er
þeim heimilt. Tvílífistrúin er lika fádæma ruglingsleg.
Tvískiftingarnir, t. d. Ólafur andi og Ólafur sofandi, rugl-
ast iðulega saman í hugum manna. Andinn verður meira
eða minna holdlegur, líkið (sofandinn) meira eða minna
andlegt. Þessa verða menn vel að gæta, er menn lesa
fornsögur og þjóðsögur.
Útfararsiðirnir voru að ýmsu leyti öðru vísi hér á
landi í kaþólskri tíð en nú á dögum. Líkið var þvegið,
sveipað líkblæju og saumað að því; nábjargir voru veitt-
ar, eins og áður. Svo var líkið lagt á börur, líkbörur, og
borið til kirkju, eða flutt á hesti eða skipi, og grafið,