Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 14
110
Umi jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf.
kistulaust; þetta var oft gert samdægurs, ella
næsta dag, sjaldan dregið lengur, ef kostur var.
Ef lík stóð uppi næturlangt, var vakað yfir því, við ljós
á vetrum; er það siður enn í dag víða hér á landi, og þá
oftast þar til er líkið er komið í kistu. Kistur voru að
vísu hafðar stöku sinnura, einkum ef langt skildi flytja
líkið, eða höfðingsmaður var látinn. En það var fágætt.
Bezt þótti fara um þá dauðu, ef þeir fengu að sofa inni,
voru lagðir til hvíldar inni í kirkjunni, undir kirkjugólfi,
í kirkjuvegg eða útskoti, en aldrei varð sá siður eins rik-
ur hér og i öðrum löndum. Minni háttar menn urðu að
sofa frammi, í garðinum. En óbótamenn og óskírð börn
fengu það þó ekki, þeim var úthýst, út í óvígða mold.
Það var gamall kristinn siður, að láta einn silfur-
skilding í hverja gröf, handa Lykla-Pétri. Stundum var
letrað á þessa peninga: »Tributum Petri« (Péturstollur).
Þessi siður hélzt víða langt fram yfir siðabót. Það er
órannsakað mál hvort hann hefir tíðkast hér á landi.
Annars var þetta áframhald af forngrískum sið (ferjutoll
Karons).
Löngun manna til að »hafa með sér í gröfina« þá
hluti, sem þeim hefir þótt vænst um, hefir haldist um all-
ar aldir og er ekki útkulnuð enn í dag.
í kristinna laga þætti í Grágás, elzta íslenzkum kirkju-
rétti (1123), segir svo: »Lík hvert skal til kirkju færa,
þat er at kirkju á lægt, svá sem menn verða fyrst búnir
til«. »Lík skal eigi bera í kirkju bert eða blóðugt«. »Lík
skal eigi grafa áðr kólnat er«.
Eftir kristnirétti Árna biskups (1275) skyldi lík jarð-
að innan 5 sólarhringa eftir andlátið, en þó ekki fyr en
kólnað væri. Væri ekki unt að grafa líkið að kirkju á
5 nátta fresti, þá skyldi staursetja það.
Þessi lofsverði áhugi kaþólskra raanna, að koma lík-
unum sem fyrst í jörðina, er fyrir löngu fallinn í dá; því
olli siðabótin; þá varð allmikil breyting á trúnni, og af
því hlutust miklar breytingar á útfararsiðunum.