Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 15

Skírnir - 01.04.1913, Page 15
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. 111 Hér verðum við því að nema staðar eitt augnablik og litast um. A miðöldum sögðu vísindamenn, eins og í fornöld, ab jörðin væri miðdepill veraldar, eins og kringla í laginu, og mörg hvolfþök — himnar — yfir henni, en geigvænt djúp undir niðri. Skýrust var kenning Aristotelesar (uppi á 4. öld f. Kr.): Heimurinn er geysistór hnöttur; í miðj- unni er jarðarkringlan og bærist ekki; utan um hana eru 8 himnar, eins og gagnsæjar, hnöttóttar blöðrur, hver ann- ari stærri, hver utan yfir annari, og allar á sífeldum snún- ingi kringum jörðina. A 7 innri hvolfunum (Sphærer) sitja tunglið, sólin og reikistjörnurnar, hver á sínu hvolfi; en á yzta og stærsta hvolfinu — 8. himninum — sitja allar fastastjörnurnar. Upp á efsta himninum bjó nú guð, sögðu prestarnir, í dýrlegri höll, þeirri himnesku Jerúsal- em; þar var Himnaríki. En í undirdjúpinu bjó djöfullinn; þar var Helvíti. í miðjunni, á gólfinu í þessu veraldar- húsi, bjuggu mennirnir; það var jarðriki. Þar börðust þeir um yflrráðin guð og djöfullinn. I kaþólskum sið veitti guði betur; hann átti þá öfluga liðsmenn, son sinn eingetinn Jesúm Krist, Maríu móður hans, englana, post- ulana og annara helgra manna sálir; og hér á jörðunni hafði hann duglegan ráðsmann, páfann, og duglega vinnumenn, prestana, og öflug vígi, kirkjurnar. Djöfullinn gat engu á- orkað. Þá voru allir börn kirkjunnar; prestarnir voru feður safnaðarins, menn kölluðu þá feður og páfann í Róm heilagan föður. Góðu börnunum var engin hætta búin af djöflinum. Þau nutu góðverka sinna. Og slæmu börnin, sem vissu upp á sig skömmina, þurftu ekki annað en kaupa liðveizlu af kirkjunni móti djöflinum, »gefa fyrir sálu sinni«. Prestunum stóð hann ekki snúning. Þeir höfðu hann fyrir grýlu á börnin sín, en fóru sjálfir illa með hann og drógu dár að honum. Þjóðsögurnar okkar um Sæmund fróða (ýll33) eru kaþólskar. Og þið munið, að Sæmundur hafði kölska bæði til áburðar og reiðar, lét hann sækja vatnið og moka fjósið, hafði hann í öllu því versta.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.