Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 17

Skírnir - 01.04.1913, Page 17
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf. 113 uppi sem lengst, búa sem bezt um hann í líkkistu og kveðja hann með sem mestum virktum. Siðabótin ger- breytti útfararsiðunum; þaðan stafa líkklæðin, sem komu í stað líkblæjunnar, líkkisturnar, langar uppistöður, húskveðjur og líkræður í kirk- junni. Kaþólskir prestar sungu yfir líkunum — við segjum enn lík s ö n g s eyrir —, þeir héldu engar hrókaræður yflr nánum. I Danmörku varð ósiðurinn svo ríkur um eitt skeið, að aðalsmenn fengu að standa uppi marga mánuði, jafn- vel á annað ár. Troels Lund, merkasti sagnaritari á Norðurlöndum síðan Snorra Sturluson leið, hefir ritað stóra og stórmerka bók um útfararsiðu Norðurlandabúa á 16. öld (ekkert um ísland). Enginn íslenzkur fræðimaður hefir getað sagt mér hvenær þessi stórbreyting varð hér á landi eftir siðabótina — langar uppistöður og líkkistur. Pétur Zophoníasson ættfræðingur hefir þó tjáð mér dæmi tii þess, að á 18. öld stóðu lík stundum uppi hér á landi i margar vik- ur, alt upp í 10 vikur, þó hinir væru miklu fleiri, sem ekki stóðu uppi nema eina viku eða þar um bil. En það hygg eg þó víst, að í drepsóttunum miklu á 18. öld hafi flestir hlotið að fara fljótt og kistulausir í gröfina. Lúters- menn héldu þeim kaþólska ósið að jarða heldra fólk inni í kirkjunum. Það var gert hér á landi út 18. öldina; Hannes Finnsson biskup var jarðaður inni í Skálholtskirkju 1796; síðan hefir aldrei verið jarðað í kirkju svo að eg viti. Þeir úthýstu líka óbótamönnum og óskírðum börn- um úr vígðri mold. Og lútersku prestunum leizt líkavel á skildinginnn, eins og þeim kaþólsku, en voru ekki nærri eins fengsælir. í kaþólskum sið varð syndaþrjóturinn að kaupa sáluhjálpina háu verði, varð oft að gefa kirkjunni aleigu sína fyrir sálu sinni; í lúterskum sið þurfti engar gjafir, ekkert annað en iðrast og snúa sér og trúa. Eg held eg verði að segja ykkur ofurlitla sænska sögu frá 17. öld; eg hefi hana eftir Troels Lund. Barn dó hjá bónda nokkrum óskírt. Hann lagði á stað með likið og sagði við strák sinn: »Leystu út kvíg- una, strákur, og komdu með hana um leið«. Kom hann 8

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.