Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 18

Skírnir - 01.04.1913, Side 18
114 Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. nú til presta og bað hann jarða barnið. »Það kemur ekki til mála, það er óskírt«, sagði prestur. »Sussunei, eg skírði það sjálfur«, sagði bóndinn. »Það er sama«, mælti prest- ur, »það er ónýt skírn, eg jarða það ekki — eða hvað sagðirðu?«. Þá svaraði bóndi: »Eg sagði sem svo: eg skíri þig í nafni föðursins og þess heilaga anda, Amen«. »En hvað varð af syninum?« sagði prestur mjög byrstur. Þá sagði bóndi: »Sonurinn er úti á hlaði með spikfeita kvígu handa yður, ef þér jarðið barnið mitt innangarðs«. Og svo var barnið jarðað innangarðs. En hvers vegna var svona áríðandi að fá að liggja í vígðri mold? Af því að þá átti ekki djöfullinn einsgreið- an gang að manni í gröfinni, til að áreita mann og ónáða mann í svefninum. Trúar og frelsisfagnaður Lútersmanna var blandinn beisku galli, því nú hljóp djöfullinn í spilið. Áður hafði guð yíirhöndina á jarðríki, en nú komst djöfullinn til valda. Lútersmenn fundu hann í heilagri ritningu, og sáu þar, að hann var miklu ægilegri, en kaþólskir prestar höfðu sagt. Þeir urðu lafhræddir. Og þetta notaði djöfullinn sér. Hann óð nú upp á jörðina með óvígan her af árum og púkum og alls konar illum öndum og fékk marga vonda menn í lið með sér, galdramenn; hann var alstaðar og óviðráðanlegur. Hann æsti upp þá framliðnu, svo að þeir fóru nú að ganga aftur hópum saman. Nú gengu allir vondu mennirnir aftur eins og í heiðnum sið. Og galdra- menn gátu líka með aðstoð djöfulsins »v a k i ð þ á u p p« úr gröfunum og sent þá í ýmsum illum erindum. Nú voru djöflar og afturgöngur og uppvakningar í hverju horni. Hver kirkjugarður var eins og iðandi undirheimur. Lút- ersku þjóðirnar urðu öldungis hamstola, alveg djöfulóðar; það var eins hér sem annarsstaðar. Lífið varð sambland af gáska og hrellingu. Og galdramennirnir, flokksbræður djöfulsins, voru teknir og brendir hópum saman, en ekk- ert dugði. — Þetta var siðabótin. Hún varð harla ólík þeim ágæta manni Lúter, eins og kristnin hefir frá upphafi verið harla ólík Kristi. Þessi djöflatrú var æstust á 17.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.