Skírnir - 01.04.1913, Side 24
120
Um jarðarfarir, bálfarir og tróna á annað líf.
sínu, þar sem þeim þykir fegurst umhorfs, rétt eins og í
heiðnum sið, að dæmi Tungu-Odds.
Nú fer eg að gera enda á máli mínu.
Eg er ekki að finna að guðs trúnni —
það sé fjarri mér. En er það ekki raunalegt, að
menn skuli enn vera að syngja um þá himnesku Jerú-
salem, að þetta skuli vera uppáhaldssöngur í dómkirkj-
unni i Reykjavík:
„Þar sé eg sólu fegri
á súlum standa höll,
með dýrð svo dásamlegri,
hún drifin gulli’ er öll“.
Er það ekki raunalegt, segi eg, að menn skuli enn ímynda
sér, að g u ð hokri í gullidrifnum súlnakumbalda einhvers-
staðar úti í ómælisgeimnum, að menn skuli ekki enn, 3
öldum eftir bálför Giordano Bruno, geta aðhyist þá há-
leitu og fögru hugsun, að guð sé »alt og i öllu«.
Og þið megið ekki halda, að eg sé að
amast við trúnni á tilveru sálarinnar
eftir dauðann. Andi inannsins, sálin, verður ekki
mældur með neinum mælikvarða likamans; en heimskur
er sá maður, sem heldur að sálarkraftarnir verði að engu
eftir dauðann, því öll okkar þekking á heiminum segir
ótvírætt, að enginn hlutur, hvorki efni né orka, verður
nokkurn tíma að engu. En þ a ð verður hver og einn
að gera upp við sjálfan sig, hverju hann.vill trúa um
tilveru sálarkraftanna eftir dauðann.
Öm líkamann er öðru máli að gegna. Hann verður
heldur ekki að engu, það er satt. En verum ekki þau
börn, að halda, að h a n n eigi nokkra fraintíð fyrir hönd-
um, aðra en þá, að grotna sundur og verða að moldu;
og reyndar eru nú nærri tveir þiiðjungar líkamans bara
vatn og verða ekki að moldu, og þið ættuð þó að geta
skilið, að þetta meginefni liksins, vatnið, muni verða kom-
ið viða á dreif, um það er lýkur öllu lífi á jörðu. Hætt-
um því í öllum bænum þessu barnalega dekri við sálar-